
Opið er fyrir framboð í prófkjörum Pírata vegna sveitarstjórnarkosninga 2022
Píratar halda prófkjör á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí 2022.
Prófkjör Pírata á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar 2022 fara fram dagana 5.-12. mars í rafrænu kosningakerfi Pírata.
Mikilvægar dagsetningar
Frestur til að bjóða sig fram rennur út 1. mars kl.15:00
Kosning hefst 5. mars kl.15:00
Kosningu lýkur 12. mars kl. 15:00
Lokadagsetning til að skrá sig í Pírata og hafa atkvæðisrétt er á miðnætti þann 10. febrúar! Til þess að hafa atkvæðisrétt í prófkjörinu þarf að skrá sig í Pírata 30 dögum áður en að kosningum lýkur!
Kynningar á Píratar.TV
Kynningar frambjóðenda á vegum Pírata verða mánudaginn og þriðjudaginn 7.-8. mars. Kynningarnar fara fram í fjarfundarkerfi Pírata og verður streymt á piratar.tv
Prófkjörsreglur og nánari upplýsingar má nálgast á https://piratar.is/profkjor2022/