Áherslur Pírata í borginni eru samstaða og árangur!

Reykjavík er velferðarborg

Eftir sveitastjórnarkosningarnar 2018, þar sem Píratar fengu tvo borgarfulltrúa af 23 gekk flokkurinn í meirihlutasamstarf með þremur öðrum flokkum. Tilgangurinn með því er að ná fram áherslum Pírata á aukið lýðræði og öflugri þjónustu við borgarana, ásamt því að stuðla að þess háttar stjórnmálum sem notið geti trausts almennings.  Í þeirri vinnu styðjast fulltrúar Pírata við grunnstefnuna og aðrar samþykktar stefnur flokksins, en einnig öflugt samtal við grasrót, sem og aðra íbúa borgarinnar, með það að markmiði að gera Reykjavík að borg velferðar og tækifæra sem stenst samanburð við borgir í nágrannalöndum sem æskilegur staður til að lifa og starfa.

Formennska með áherslur á lýðræðisumbætur

Píratar fara með formennsku í tveimur fagráðum borgarinnar, Mannrréttinda-, Nýsköpunar- og lýðræðisráði, Skipulags- og Samgönguráði, en eiga einnig fulltrúa í Umhverfis- og Heilbrigðisráði, Skóla- og Frístundaráði, Velferðarráði og Borgarráði, ásamt ýmsum fleiri ráðum og nefndum. Fyrsta árið fór oddviti Pírata, Dóra Björt Guðjónsdóttir, einnig með embætti forseta borgarstjórnar þar sem hún lagði áherslu á lýðræðisumbætur, aukið gegnsæi í ákvarðanatöku og aukið aðgengi minnihlutans, til dæmis með því að minnihlutinn hafi tvo varaforseta og með því að tryggja að minnihlutinn geti lagt fram mál sem séu framarlega á dagskrá borgarstjórnarfunda. En aukið lýðræði og gegnsæi í ákvarðanatöku bætir þær ákvarðanir og eflir aðhald með borgarstjórn.

Samstaða um velferð borgarbúa

Þó svo töluverðrar sundrungar hafi gætt í borgarstjórn milli minnihlutaflokkanna og meirihlutaflokkanna, má þó sjá að þessar aðferðir geta borið árangur, og skapað traust til þess að ná saman þegar mikið liggur við, eins og skýrt kemur fram nú þegar snöggra viðbragða er þörf vegna yfirstandandi heimsfaraldurs Covid-19, og sú samstaða sem náðist í borgarstjórn um aðgerðir til að verja borgarbúa eftir mætti fyrir verstu áhrifum faraldursins er til marks um það sem er hægt þegar vilji er fyrir hendi og grundvallar traust er til staðar.


Ræða Dóru – https://www.facebook.com/PiratarXP/videos/1497363263765663


Aðgerðarpakki Reykjavíkurborgar

Aðgerðapakkinn miðar að því að tempra það áfall sem íbúar og fyrirtæki í borginni standa nú frammi fyrir. Í honum felst meðal annars að; lækka, fresta og fella niður gjöld, viðhafa sveigjanleika í innheimtu, setja á fót borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum, fjárfesta í nýsköpun og aukinni verðmætasköpun og flýta fjárfestingum og viðhaldi. Með þessu viljum við verja afkomu og velferð fólks. Nánar má lesa um aðerðapakkann hér:

Þessi fyrsti aðgerðapakki er þó bara byrjunin á því að takast á við þá erfiðu stöðu sem blasir við Reykvíkingum. Uppbygging borgar er langhlaup en þrátt fyrir það neyðarástand sem nú ríkir munu Píratar í borgarstjórn halda áfram að breyta og bæta í stjórnsýslu borgarinnar. Hér kemur smá yfirlit yfir árangur síðustu vikna.

Rafvæðing þjónustuferla

Píratar hafa lagt mikla áherslu á nýsköpun og þróun í borginni og eru á fullu að rafvæða þjónustuferla og innleiða þjónustustefnu sem var unnin undir stjórn Pírata, með það að markmiði að auka aðgengi að þjónustu og að rafrænt sé fyrsti kostur. Vinnan hefur gengið vonum framar en fyrsti stóri ferillinn – Rafvæðing fjárhagsaðstoðar var fyrir helgi valinn vefkerfi ársins 2019 af Samtökum vefiðnaðarins. Vefkerfið einfaldar umsóknarfelrið til muna bæði fyrir notandann og stjórnsýslunni.

Hlekkur í frétt um verðlaunin: https://reykjavik.is/frettir/umsokn-um-fjarhagsadstod-vefkerfi-arsins-2019

Námskeið í tæknilæsi

Velferðarmálin eru Pírötum ekki síður hugleikin en tæknimálin en oft fara þessir málefnaflokkar saman. Píratamæðginin Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata og Huginn Thor, stjórnarmeðlimur í Pírötum í Reykjavík starfa bæði á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þau tóku sig til og settu á fót námskeið í tæknilæsi fullorðinna stuttu áður en neyðarástand vegna kórónuveirunnar kom upp. Fréttablaðið tók viðtal við þau á dögunum sem lesa má hér: https://www.frettabladid.is/frettir/leita-ad-taekni-til-ad-kenna-folki-taekni/

Lýðræðið þarf ekki bara að vernda heldur þarf að styrkja það til muna, en vinna við endurskoðun lýðræðisstefnu Reykavíkurborgar er nú í fullum gangi. Dóra Björt fer fyrir stýrihóp um mótun lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar og áætla að hópurinn skili niðurstöðum til mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráðs 1. maí. Samráðsferli er í fullum gangi á www.reykjavik.is/lydraedisstefna og hvetjum við ykkur öll til að kynna sér tillögurnar og taka þátt.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....