Píratar XP

Áfram Árborg óskar eftir fulltrúum í nefndir

Áfram Árborg óskar eftir umsóknum eða tilnefningum fyrir fulltrúa í  eftirfarandi nefndir:

– Félagsmálanefnd: Aðal- og varafulltrúi

– Fræðslunefnd: Aðal- og varafulltrúi

– Íþrótta- og menningarnefnd: Aðal- og varafulltrúi

Nefndarfundir eru haldnir tvisvar í mánuði að jafnaði og er hóflega
greitt fyrir nefndasetu. Fulltrúar þurfa að vera búsettir í Árborg sýna
fram á þekkingu, hæfni og áhuga á viðkomandi málaflokki. Píratar eru í
samstarfi við Viðreisn, Bjarta Framtíð, óháða og óflokksbundna en við
teljum mikilvægt að góðir Píratar manni nefndir.

Ef áhugi er fyrir því að vera áheyrnarfulltrúi í öðrum nefndum er
sjálfsagt að sækja um það. Áheyranarfulltrúar hafa tillögurétt og
málfrelsi á fundum, en geta hvorki greitt atkvæði né fengið greitt. Til
frekari upplýsinga má nefna að bæjarfulltrúi Áfram Árborgar, Sigurjón
Vídalín Guðmundsson verður formaður SKipulags- og bygginganefndar og
varamaður hans, Álfheiður Eymarsdóttir er varafulltrúi. Álfheiður
Eymarsdóttir situr í Framkvæmda- og veitustjórn og bæjarfulltrúinn
verður varamaður hennar.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Álfheiði Eymarsdóttur alfa@this.is
og í síma 7734944 og sér hún einnig um móttöku umsókna.

Umsóknarfrestur er til 13. júní nk.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X