Áfram Árborg óskar eftir fulltrúum í nefndir

Áfram Árborg óskar eftir umsóknum eða tilnefningum fyrir fulltrúa í  eftirfarandi nefndir:

– Félagsmálanefnd: Aðal- og varafulltrúi

– Fræðslunefnd: Aðal- og varafulltrúi

– Íþrótta- og menningarnefnd: Aðal- og varafulltrúi

Nefndarfundir eru haldnir tvisvar í mánuði að jafnaði og er hóflega
greitt fyrir nefndasetu. Fulltrúar þurfa að vera búsettir í Árborg sýna
fram á þekkingu, hæfni og áhuga á viðkomandi málaflokki. Píratar eru í
samstarfi við Viðreisn, Bjarta Framtíð, óháða og óflokksbundna en við
teljum mikilvægt að góðir Píratar manni nefndir.

Ef áhugi er fyrir því að vera áheyrnarfulltrúi í öðrum nefndum er
sjálfsagt að sækja um það. Áheyranarfulltrúar hafa tillögurétt og
málfrelsi á fundum, en geta hvorki greitt atkvæði né fengið greitt. Til
frekari upplýsinga má nefna að bæjarfulltrúi Áfram Árborgar, Sigurjón
Vídalín Guðmundsson verður formaður SKipulags- og bygginganefndar og
varamaður hans, Álfheiður Eymarsdóttir er varafulltrúi. Álfheiður
Eymarsdóttir situr í Framkvæmda- og veitustjórn og bæjarfulltrúinn
verður varamaður hennar.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Álfheiði Eymarsdóttur alfa@this.is
og í síma 7734944 og sér hún einnig um móttöku umsókna.

Umsóknarfrestur er til 13. júní nk.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....