Aðalheiður um refsistefnuna

Aðalheiður Ámundadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Pírata, hélt nýverið erindi í Háskólanum á Akureyri þar sem hún fór yfir refsistefnuna í fíkniefnamálum.

Hún kom meðal annars inn á þá staðreynd að burðardýr fíkniefnaundirheimsins eru í sumum tilfellum einfaldlega fórnarlömb mansals og því sé verið að dæma slík fórnarlömb til refsivistar þegar mál þeirra rata fyrir dómstóla.

Vísir tók viðtal við Aðalheiði af þessu tilefni þar sem hún upplýsir meðal annars að Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum.