Vegna versnandi stöðu í heilbrigðiskerfinu hafa framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri, í samráði við oddvita, tekið ákvörðun um að hafa aðalfundinn sem fram fer um næstu helgi alfarið rafrænan. Hægt verður að fylgjast með öllum fundinum á piratar.tv.
Fundurinn verður sendur út frá Tortuga og verður því engin dagskrá á Vogi á Fellsströnd eins og til stóð.
Enn er hægt að bjóða sig fram í nefndir og ráð en framboðsfresti lýkur föstudaginn 20. ágúst kl. 20:00. Kynnið ykkur málið hér.
Þau ykkar sem hafa þegar greitt fyrir gistingu munuð fá endurgreitt. Frekari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra á framkvaemdastjori@piratar.is
Við vorum hrikalega spennt að hitta ykkur öll kæru Píratar og þykir leitt að geta ekki safnast saman þessa helgi. Framundan er spennandi kosningabarátta og við höldum ótrauð áfram í óvenjulegum aðstæðum!