Aðalfundurinn verður rafrænn

Sjáumst á piratar.tv!

Vegna versnandi stöðu í heilbrigðiskerfinu hafa framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri, í samráði við oddvita, tekið ákvörðun um að hafa aðalfundinn sem fram fer um næstu helgi alfarið rafrænan. Hægt verður að fylgjast með öllum fundinum á piratar.tv.

Fundurinn verður sendur út frá Tortuga og verður því engin dagskrá á Vogi á Fellsströnd eins og til stóð.

Enn er hægt að bjóða sig fram í nefndir og ráð en framboðsfresti lýkur föstudaginn 20. ágúst kl. 20:00. Kynnið ykkur málið hér.

Þau ykkar sem hafa þegar greitt fyrir gistingu munuð fá endurgreitt. Frekari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra á framkvaemdastjori@piratar.is

Við vorum hrikalega spennt að hitta ykkur öll kæru Píratar og þykir leitt að geta ekki safnast saman þessa helgi. Framundan er spennandi kosningabarátta og við höldum ótrauð áfram í óvenjulegum aðstæðum!

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....