Aðalfundur Ungra Pírata: Regluvæðing og Rafíþróttir

Aðalfundur Ungra Pírata: Regluvæðing og Rafíþróttir

Þema aðalfundar UP að þessu sinni eru rafíþróttir og regluvæðing vímuefna. Aðalfundur Ungra Pírata verður haldinn á morgun, laugardaginn 5. október. Húsið opnar klukkan 13:00 og er fjölbreytt dagskrá fyrir alla Pírata.

Pallborðsumræður um regluvæðingu fíkniefna. Gestir pallborðsins verða þau Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata, Svala Jóhannesdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun, Unnar Þór úr framkvæmdaráði Pírata og Helgi Hrafn þingmaður Pírata.

Ólafur Hrafn og Melína Kolka frá Rafíþróttasamtökum Íslands koma í heimsókn og spjalla við okkur um rafíþróttir og framtíð þeirra á Íslandi. Ein helsta stjarna rafíþrótta hún Melína Kolka ætlar síðan að ræða kynjahlutföll í íþróttinni og hver staða kvenfólks er og hvað er verið að gera hér á Íslandi í þessari ungu íþrótt.

Kosið verður í nýja stjórn Ungra Pírata, áhugasamir geta boðið sig fram hér https://x.piratar.is/polity/176/election/92/ 

Dagskrá fundarins og kvöldskemmtun í heild sinni: 

13:00
Húsið opnar – kaffi og veitingar

KL:14.00
Pallborðsumræður um lögleiðingu eiturlyfja á Íslandi (afglæpavæðingu fíkniefna, regluvæðing) – Helgi Hrafn þingmaður er staðfestur ásamt Svölu Jóhannesdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun. Og honum Unnari Þór úr framkvæmdaráði Pírata ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata.

KL:15.45
Kynningar á frambjóðendum í kosningunum okkar og kosningar hefjast.

KL:16.15
Á meðan við bíðum eftir úrslit kosninga munu þau Ólafur Hrafn og Melína Kolka frá RAFÍÞRÓTTASAMTÖKUM ÍSLANDS koma í heimsókn og spjalla við okkur um rafíþróttir og framtíð þeirra á Íslandi. Ein helsta stjarna rafíþrótta hún Melína Kolka ætlar síðan að ræða kynjahlutföll í íþróttinni og hver staða kvenfólks er og hvað er verið að gera hér á Íslandi í þessari ungu íþrótt.

KL:17.10
Úrslit kosninga kynnt og myndataka

KL:17.20
Vignir Árnason, formaður UP, kynnir skýrslu stjórnar.

KL:17.30
Halldóra Mogensen þingmaður Pírata heldur lokaræðu fundarins og fundi slitið.

KL:18:30
Kvöldmatur (Vegan/ekki-vegan) er í boði Ungra Pírata ásamt áfengi
og einhverju gosi.

KL:19:30 (eða seinna)
Vignir Árnason formaður UP og Valborg Sturludóttir varaformaður Ungra Pírata hafa skorað á formenn Ungliðahreyfingu Viðreisnar (Uppreisn) í FIFA rafíþróttamóti seinna um kvöldið.

KL:21:00 og fram á kvöld
DJ Simmi Teknó mun síðan spila teknólög frá árunum 2008 til 2010.

Frekari upplýsingar má finna hér. 

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....