Aðalfundur Ungra Pírata: Regluvæðing og Rafíþróttir
Þema aðalfundar UP að þessu sinni eru rafíþróttir og regluvæðing vímuefna. Aðalfundur Ungra Pírata verður haldinn á morgun, laugardaginn 5. október. Húsið opnar klukkan 13:00 og er fjölbreytt dagskrá fyrir alla Pírata.
Pallborðsumræður um regluvæðingu fíkniefna. Gestir pallborðsins verða þau Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata, Svala Jóhannesdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun, Unnar Þór úr framkvæmdaráði Pírata og Helgi Hrafn þingmaður Pírata.
Ólafur Hrafn og Melína Kolka frá Rafíþróttasamtökum Íslands koma í heimsókn og spjalla við okkur um rafíþróttir og framtíð þeirra á Íslandi. Ein helsta stjarna rafíþrótta hún Melína Kolka ætlar síðan að ræða kynjahlutföll í íþróttinni og hver staða kvenfólks er og hvað er verið að gera hér á Íslandi í þessari ungu íþrótt.
Kosið verður í nýja stjórn Ungra Pírata, áhugasamir geta boðið sig fram hér https://x.piratar.is/polity/176/election/92/
Dagskrá fundarins og kvöldskemmtun í heild sinni:
13:00
Húsið opnar – kaffi og veitingar
KL:14.00
Pallborðsumræður um lögleiðingu eiturlyfja á Íslandi (afglæpavæðingu fíkniefna, regluvæðing) – Helgi Hrafn þingmaður er staðfestur ásamt Svölu Jóhannesdóttir verkefnastýra Frú Ragnheiðar – skaðaminnkun. Og honum Unnari Þór úr framkvæmdaráði Pírata ásamt Halldóru Mogensen þingmanni Pírata.
KL:15.45
Kynningar á frambjóðendum í kosningunum okkar og kosningar hefjast.
KL:16.15
Á meðan við bíðum eftir úrslit kosninga munu þau Ólafur Hrafn og Melína Kolka frá RAFÍÞRÓTTASAMTÖKUM ÍSLANDS koma í heimsókn og spjalla við okkur um rafíþróttir og framtíð þeirra á Íslandi. Ein helsta stjarna rafíþrótta hún Melína Kolka ætlar síðan að ræða kynjahlutföll í íþróttinni og hver staða kvenfólks er og hvað er verið að gera hér á Íslandi í þessari ungu íþrótt.
KL:17.10
Úrslit kosninga kynnt og myndataka
KL:17.20
Vignir Árnason, formaður UP, kynnir skýrslu stjórnar.
KL:17.30
Halldóra Mogensen þingmaður Pírata heldur lokaræðu fundarins og fundi slitið.
KL:18:30
Kvöldmatur (Vegan/ekki-vegan) er í boði Ungra Pírata ásamt áfengi
og einhverju gosi.
KL:19:30 (eða seinna)
Vignir Árnason formaður UP og Valborg Sturludóttir varaformaður Ungra Pírata hafa skorað á formenn Ungliðahreyfingu Viðreisnar (Uppreisn) í FIFA rafíþróttamóti seinna um kvöldið.
KL:21:00 og fram á kvöld
DJ Simmi Teknó mun síðan spila teknólög frá árunum 2008 til 2010.
Frekari upplýsingar má finna hér.

