Aðalfundur Pírata verður haldinn laugardaginn 16. ágúst kl. 13:00 og fram eftir degi. Þar verður kosið í framkvæmdaráð og skoðunarmenn reikninga kjörnir. Fundurinn verður haldinn í Heklu salnum á Radisson BLU Hótel Sögu, Hagatorgi (risahringtorginu), 107 Reykjavík.
Auglýst eftir frambjóðendum í framkvæmdaráð og skoðunarmönnum reikninga.
Frambjóðendur til framkvæmdaráðs þurfa að senda hagsmunaskráningu á piratar@piratar.is
fyrir 10. ágúst. Skoðunarmenn reikninga geta boðið sig fram hvort heldur fyrir eða á fundinum.
Hlökkum til að sjá þig,
Framkvæmdaráð
Dagskrá
Morgunfundir:
10:00 Gæðahandbókarfundur
10:00 Hugmyndafundur um næstu stóru mál Pírata
11:00 Vinnufundur um trúnaðarráð
11:00 Vinnu og málefnahópar um helstu stóru mál Pírata settir.
Aðalfundur
13:00 Fundur settur, fundarstjórar og ritarar kjörnir
13:15 Setningarræða – Jón Þór
13:30 Kynning frambjóðenda í framkvæmdaráð
13:50 Pallborð: Frambjóðendur til framkvæmdaráðs sitja fyrir svörum
14:30 Lagabreytingatillögur
15:00 hlé (food)
15:15 Skýrsla framkvæmdarráðs
15:30 Ársskýrsla
16:00 hlé
16:15 Ávarp þingflokks
16:30 Ávarp PíR og PíH um komandi kjörtímabil
16:45 Wasa2il
17:00 hlé
17:15 Úrslit kosninga í framkvæmdaráð kynnt
17:30 Slembival í framkvæmdaráð
17:45 Kjör skoðunarmanna reikninga og slembival í úrskurðarnefnd
18:00 Fundarlok
19:00 Bjór og Pizza á MultiKúltí