Aðalfundur Pírata í Reykjavík 2017

Kæru Píratar í Reykjavík

Næsta ár verður veigamikið fyrir félagið. Sveitarstjórnakosningar verða haldnar í maí næstkomandi og framboð flokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur er stærsta staka verkefni félagsins. Á komandi aðalfundi verður kosin stjórn félagsins sem mun hafa það framboð á sinni könnu og við hvetjum áhugasama Pírata eindregið til að gefa kost á sér í stjórn, mæta á aðalfundinn og taka virkan þátt í stefnumyndun og félagsstarfi á komandi ári.

Opnað hefur verið fyrir framboð til stjórnar félags Pírata í Reykjavík inni á kosningakerfi flokksins:

https://x.piratar.is/polity/102/election/50/

 

Endilega athugið að ef kerfið segir að þið séuð ekki meðlimir þessa þings, og ef þið eruð viss um að þið séuð skráð inn, þá gæti verið að þið hafið ekki verið rétt skráð í aðildarfélagið. Til að bæta úr því er hægt að skrá sig aftur í Pírata á heimasíðunni okkar og passa að velja rétt undirfélag.

 

https://piratar.is/taka-thatt/hvernig-tek-eg-thatt/skraning-i-flokkinn/

 

Öll þau sem bjóða sig fram eða kjósa þurfa að vera skráð í Pírata í Reykjavík, en til að geta kosið þarf félagsmaður að hafa verið skráður í Landsfélag Pírata í a.m.k. 30 daga.

Fundurinn hefst sunnudaginn 3. september næstkomandi klukkan 15:00 í Tortuga, Síðumúla 23, og er framboðsfrestur til 15:30, en þá hefst kosningin.

Tekið verður á móti framboðum skoðunarmanna reikninga á aðalfundi og þeir kjörnir á staðnum.

Léttar veitingar verða í boði.

Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:
15:00 – Fundur Hefst

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  • Kynning á fyrirkomulagi kosninga
  • Frambjóðendur til stjórnar kynna sig

15:30 – Kosning stjórnar hefst

  • Oktavía Hrund Jónsdóttir fjallar um Sveitastjórnarkosningar
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Halldór Auðar Svansson fjallar um árangurinn í borginni
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar

17:00 – Kosningu stjórnar lýkur, ný stjórn kynnt

  • Kjörnir tveir skoðunarmenn reikninga
  • Önnur mál

Fundargerð fundarins

Ef upp koma vandamál eða spurningar, sendið þær þá á reykjavik@piratar.is


Við hlökkum til að sjá ykkur, fara yfir árið og leggja línurnar fyrir það næsta.

Þetta verður spennandi.
F.h. Stjórnar Pírata í Reykjavík,
Alexandra Briem

 

http://piratar.is/vidburdur/adalfundur-pirata-reykjavik-2017/ ‎