Á laugardaginn verður aðalfundur Pírata í Reykjanesbæ, lögð verður fram lagabreytingartillaga þess efnis að starfsvæðið verði öll Suðurnesin og félagið muni heita Píratar á Suðurnesjum. Eftir það verður kosin stjórn fyrir “nýja” félagið auk hefðbundinna aðalfundastarfa.Undir liðnum önnur mál verður farið yfir hugmyndir um undirbúning komandi þingkosninga. Sagt frá leiðum til að koma á farsælu prófkjöri í Suðurkjördæmi, nýjar siðareglur kjördæmisins og heiðursmannasamkomulag frambjóðenda kynnt og óskað eftir samþykki. Fundurinn verður á Flugvallavegi 736 á Ásbrú í Reykjanesbæ í litlu húsi sem drúídareglan lánar okkur í einn dag. Allir píratar eru velkomnir. https://www.facebook.com/events/188701951510538/
PO box 8111 | Síðumúli 23 108 RVK