Aðalfundur Pírata í Kópavogi fer fram á Jitsi!

Aðalfundur 2020

Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem komnar eru upp í þjóðfélaginu útaf Covid-19, sjáum við okkur ekki fært að halda aðalfundinn með hefðbundnum hætti og ætlum við að nýta okkur tæknina og láta reyna á fjarfund.

Aðalfundur Pírata í Kópavogi verður haldinn þann 4. Apríl 2020 klukkan 14:00 á eftirfarandi hlekk: https://jitsi.piratar.is/AdalPiratarKop

Leiðbeiningar fyrir Jitsi má finna hér: Jitsi Pírata

Dagskrá

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Kosning stjórnar og varamanna
  • Kosning í önnur embætti samkvæmt lögum Pírata í Kópavogi Stofnun Kjördæmafélags Suðvesturkjördæmi. Lagt er til að fundurinn samþykki heimild til að boða til auka-aðalfundar um málefni Suðvesturkjördæmis gerist þess þörf

Önnur mál

Tillögur til lagabreytinga, skýrslu stjórnar og ársreikning má nálgast hér: https://github.com/piratar/fundargerdir

Við hvetjum fundargesti til að kynna sér fundargögnin fyrir fundinn. Tekið er á móti tillögum til lagabreytinga og framboðum til stjórnar á netfangið indridistefans@piratar.is

Kosning í stjórn fer fram í vefkosningakerfi Pírata – x.piratar.is – og því nauðsynlegt að frambjóðendur tilkynni einnig framboð sitt á eftirfarandi slóð fyrir kl. 14 föstudaginn 3. apríl: https://x.piratar.is/election

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....