Aðalfundur 2020
Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem komnar eru upp í þjóðfélaginu útaf Covid-19, sjáum við okkur ekki fært að halda aðalfundinn með hefðbundnum hætti og ætlum við að nýta okkur tæknina og láta reyna á fjarfund.
Aðalfundur Pírata í Kópavogi verður haldinn þann 4. Apríl 2020 klukkan 14:00 á eftirfarandi hlekk: https://jitsi.piratar.is/AdalPiratarKop
Leiðbeiningar fyrir Jitsi má finna hér: Jitsi Pírata
Dagskrá
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar og varamanna
- Kosning í önnur embætti samkvæmt lögum Pírata í Kópavogi Stofnun Kjördæmafélags Suðvesturkjördæmi. Lagt er til að fundurinn samþykki heimild til að boða til auka-aðalfundar um málefni Suðvesturkjördæmis gerist þess þörf
Önnur mál
Tillögur til lagabreytinga, skýrslu stjórnar og ársreikning má nálgast hér: https://github.com/piratar/fundargerdir
Við hvetjum fundargesti til að kynna sér fundargögnin fyrir fundinn. Tekið er á móti tillögum til lagabreytinga og framboðum til stjórnar á netfangið indridistefans@piratar.is
Kosning í stjórn fer fram í vefkosningakerfi Pírata – x.piratar.is – og því nauðsynlegt að frambjóðendur tilkynni einnig framboð sitt á eftirfarandi slóð fyrir kl. 14 föstudaginn 3. apríl: https://x.piratar.is/election