Nú á miðvikudagskvöld 23. apríl verður aðalfundur Pírata í Kópavogi í Hamraborg 9. Fundurinn verður kl. 20:00 til 21:30. Þar verður ákveðið fyrirkomulag prófkjörs fyrir bæjarkosningarnar og kosið í stjórn.
Dagskrá fundarins:
- Starfsmenn fundarins kosnir.
- Starfandi formaður kosinn, að tillögu sitjandi stjórnar
- Lagabreytingar
- Málefnakosning
- Kosningafyrirkomulag
Lagabreytingatillögur sendist inn a.m.k 48 klukkustundum fyrir fundinn.
Munum einnig taka við skráningum í félagið og á póstlista.
Fram að aðalfundinum verður opið í kosningaskrifstofunni okkar í Hamraborg 9 á hverju kvöldi milli kl. 17:30 og 19:00.
Hamraborg 9 er á milli Subway og Handíðahússins.