Aðalfundur Pírata hefst í dag

Uppfært kl. 12:30, sunnudaginn 22. ágúst.

Dagskrá dagsins:
13:00 Lagabreytingaumræður
13:25 Orðið frjálst
13:45 Hlé
14:00 Leynigestur
14:42 Umboðsmaður stjórnarmyndunarviðræðna
14:50 Forgangsröðun kosningamála
15:15 Hlé
15:25 Skýrsla framkvæmdastjórnar; fjármálaráð, stefnu- og málefnanefnd, ákvörðun um félagsgjöld
16:00 Kosningum í ráð lokið
16:10 Lokaræða
16:20 Fundi slitið

Upprunaleg frétt má lesa hér að neðan

Aðalfundur Pírata í aðdraganda kosninga fer fram um helgina. Fundurinn hefst klukkan 13 í dag og lýkur klukkan 16:40 á morgun, sunnudag.

Aðalfundurinn fer fram á netinu að þessu sinni og er öllum streymt á piratar.tv.

Á dagskrá fundarins kennir ýmissa grasa. Að frátöldum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu sveitarstjórnarfulltrúar Pírata flytja kynningar um það sem drifið hefur á daga þeirra í Reykjavík og Kópavogi. Að erindum þeirra loknum er opnað fyrir spurningar frá áhorfendum. Þingflokkur Pírata mun einnig líta yfir farinn veg.

Þá mun heimsfrægur leynigestur heilsa upp á Pírata á laugardag. Um er að ræða erlendan metsöluhöfund, sem er mikill stuðningsmaður flokksins.

Eftir umræður um lagabreytingar á sunnudag verður umboðsmaður stjórnarmyndunarviðræðna kynntur til leiks. Píratar er ekki með formann og því fékk grasrótin það hlutverk að ákveða hvaða frambjóðandi fengi traustið til að leiða viðræðurnar fyrir hönd Pírata, fari svo að flokkurinn fá boð þess efnis eftir kosningar.

Að því loknu munu frambjóðendur kynna forgangröðun kosningamála fyrir alþingiskosningarnar. Þá greina frambjóðendur frá því hvað þeir telji að skipti máli að leggja áherslu á, svo kjósendur sjái greinilega hvað Píratar vilja gera eftir kosningar.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi.

Laugardagur
13:00 Fundur settur
13:05 Opnunarræða
13:20 Kynning borgarstjórnarfulltrúa Pírata
13:45 Kynning bæjarstjórnarfulltrúa Pírata
14:05 Hlé
14:22 Frambjóðendakynningar í nefndir og ráð Pírata
15:00 Skýrsla þingflokks
15:50 Kynning á innri kosningu Pírata
16:10 Leynigestur
16:40 Fundi frestað

Sunnudagur
13:00 Fundur settur´
13:05 Lagabreytingaumræður
13:30 Orðið frjálst
14:15 Hlé
14:25 Kynning á umboðsmanni stjórnarmyndunarviðræðna
14:35 Kynning á forgangsröðun kosningamála
15:00 Kynningar á skýrslum innri nefnda og ráða Píarata
16:00 Kynning á úrslitum innri kosninga Pírata
16:10 Lokaræða
16:20 Fundi slitið

Sem fyrr segir má fylgjast með öllum fundinum inni á piratar.tv.

Fundargögn aðalfundar má finna hér.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....