Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 12. mars kl. 14 – 17 að Furuvöllum 13, Akureyri.
Gestir fundarins verða þingmennirnir Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, ásamt borgarfulltrúa Pírata, Halldóri Auðar Svanssyni.
Dagskrá:
- Endurreisn félagsins
- Lagabreytingar
- Stjórnarkjör
- Kosning skoðunarmanna reikninga
- Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fær orðið
- Önnur mál
Að fundi loknum mun Helgi Hrafn kynna kosningakerfi Pírata, auk þess sem fundarmönnum gefst færi á að spjalla við gestina.
Allir áhugasamir um raunverulegar breytingar til hins betra í íslensku samfélagi eru hvattir til að mæta – konur sérstaklega!Nánari upplýsingar á Facebook viðburði (https://www.facebook.com/events/338767989580404)