Aðalfundur Pírata verður haldinn 29. september á Hótel Selfossi. Takið daginn frá. Við ætlum að hittast og halda aðalfund, og gera okkur glaðan dag.
> > Smelltu hér til að skrá þig á aðalfund Pírata < <
Dagskráin er hér fyrir neðan.
09:30 Salur opnar, kaffi og ávextir
10:00 Aðalfundur settur – Fundastjóri og ritari fundarins kosinn
10:05 Kynning frambjóðenda í framkvæmdaráð og tveir fundargestir slembivaldir í framkvæmdaráð, einnig kynning á þeim sem eru í framboði til skoðunarmanna reikninga og framboði til setu í úrskurðarnefnd.
- Rafrænar kosningar hefjast
10:30 Rekstur, framkvæmdir og umræður
- Skýrsla framkvæmdaráðs
- Skýrsla gjaldkera
- Umræður
12.00 Hádegismatur – Súpa og brauð
12:30 Kosningaskýrsla– Erla Hlynsdóttir
13:30 Kosningabarátta í Svíþjóð – Elsa Nore
14:00 Sameiginleg baráttumál Pírata á Betra Íslandi – Gunnar Gríms
14.45 Kaffi, kökur og bakkelsi
15:00 Skýrsla þingflokks Pírata
15:45 Skýrsla borgar– og bæjarstjórnarfulltrúa
16:30 Leynigestur
17:30 Kosningum til framkvæmdaráðs, skoðunarmanna reikninga og úrskurðarnefndar lýkur. Niðurstöður kynntar
17:45 Fundi slitið
Fyrir þá sem vilja eiga notalega Píratastund á Hótel Selfossi eftir aðalfundinn:
18:30 Fordrykkur
19:00 Þriggja rétta kvöldverður (kostar 3500 kr. Greiða þarf 4 dögum fyrir aðalfund)
20:00 Píratapartý
*Dagskrá er háð breytingum
Mynd frá sveitarstjórnarsmiðju Pírata á Akureyri 2017