Aðalfundur Pírata 11.-12. júní

Yndislegu Píratar,

Aðalfundur Pírata verður haldinn dagana 11. og 12. júní að Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 11:00 laugardaginn 11. júní og stendur fram eftir degi.

Fundi verður fram haldið kl. 12:00 sunnudaginn 12. júní. Stefnt er á að halda skemmtun á laugardagskvöldinu.

Fundurinn er gjaldfrjáls, en þeir sem vilja styrkja Pírata geta greitt félagsgjöld (ætti að vera reikningur inni á heimabanka) eða greitt inn á reikning Pírata 1161-26-4612 kt. 461212-0690

Meðal dagskrárliða eru:
Pírataskóli
Kynning á stefnumálum Pírata
Kynning á grasrót
Fráfarandi framkvæmdaráð fer yfir starfsárið
Borgarfulltrúar og þingmenn gera grein fyrir störfum sínum
Kosning í framkvæmdaráð og önnur ráð

Nánari dagskrá og upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

Upplýsingar um tilhögun framboða til framkvæmdaráðs og skráning á fundinn verða sendar út í næstu viku.

Bestu kveðjur
Framkvæmdaráð Pírata
framkvaemdarad@piratar.is

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....