Yndislegu Píratar,
Aðalfundur Pírata verður haldinn dagana 11. og 12. júní að Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 11:00 laugardaginn 11. júní og stendur fram eftir degi.
Fundi verður fram haldið kl. 12:00 sunnudaginn 12. júní. Stefnt er á að halda skemmtun á laugardagskvöldinu.
Fundurinn er gjaldfrjáls, en þeir sem vilja styrkja Pírata geta greitt félagsgjöld (ætti að vera reikningur inni á heimabanka) eða greitt inn á reikning Pírata 1161-26-4612 kt. 461212-0690
Meðal dagskrárliða eru:
Pírataskóli
Kynning á stefnumálum Pírata
Kynning á grasrót
Fráfarandi framkvæmdaráð fer yfir starfsárið
Borgarfulltrúar og þingmenn gera grein fyrir störfum sínum
Kosning í framkvæmdaráð og önnur ráð
Nánari dagskrá og upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.
Upplýsingar um tilhögun framboða til framkvæmdaráðs og skráning á fundinn verða sendar út í næstu viku.
Bestu kveðjur
Framkvæmdaráð Pírata
framkvaemdarad@piratar.is