Píratar í Norðvesturkjördæmi héldu aðalfund félagsins í dag.
Hér er fullkomið tækifæri fyrir Pírata að hafa áhrif í félaginu og taka þátt í starfi PíNK. Magnús D. Norðdahl, oddviti félagssins í næstu alþingiskosningum, mun ávarpa fundin og svara spurningum félagsfólks. Farið verður yfir vinnu síðasta árs og línurnar lagðar fyrir komandi átök.
Á fundinum verður jafnframt kosið í stjórn félagsins, heiðursviðurkenning PíNK verður veitt og auðvitað endað á rafrænu hópknúsi.
Dagskrá fundarins:
- Aðalfundur settur
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Opnað fyrir kosningu í stjórn inn á x.piratar.is
- Magnús D. Norðdahl ávarpar fundinn
- Heiðursviðurkenning PíNK
- Önnur mál
- Kosningu í stjórn lýkur. Niðurstöður kynntar.
- Fundi slitið
Bein útsending verður á piratar.tv ásamt Facebook síðu Pírata í Norðvesturkjördæmi. Hægt er að taka beinan þátt í fundinum hér: https://fundir.piratar.is/adalfundurNV2021