Aðalfundur og leiðrétting vegna framboðsfrests


Kæru Píratar

Við viljum minna ykkur á nokkur atriði. Við erum á fullu stími við að undirbúa komandi aðalfund sem verður laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst í Iðnó í Reykjavík (frá 13.00 fyrri daginn og 14.00 þann seinni). Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á fundinum.

Um framkvæmdaráð og framboðsfrest:
Þann 19. ágúst var sendur póstur með leiðbeiningum vegna aðalfundar og kjörs í framkvæmdaráð. Kom þar fram að framboðsfrestur væri til 30. ágúst klukkan 15.00.   Fyrir utan þá dagsetningu voru í póstinum góðar og gildar leiðbeiningar fyrir frambjóðendur. Við áréttum að upphaflega auglýstur framboðsfrestur gildir og er hann því útrunninn. Biðjumst við velvirðingar á öllum þeim ruglingi sem þetta kann að hafa valdið.

Félagsmenn eiga að fá nægan umþóttunartíma til að gera upp hug sinn og vísum við í ábyrgð okkar til þess að halda utan um skipulag aðalfundar með góðum hætti. Við viljum ekki gera upp á milli frambjóðenda varðandi möguleika þeirra á framboðskynningu. Annars bendum við á það að frambjóðendur bera ábyrgð á að útbúa kynningu sína í kosningarkerfi okkar. Yfir 40 manns hafa tilkynnt framboð sitt og er það mjög ánægjulegt. Þar af eru 11 konur og 30 karlar í framboði.

Um framkvæmdaráð:
1. Hlutverk framkvæmdaráðs Pírata er að annast almenna stjórn og rekstur félagsins. Í framkvæmdaráði sitja sjö manns sem skipta með sér verkum. Formaður og gjaldkeri framkvæmdaráðs bera lagalega og fjárhagslega ábyrgð sem tengist lögum um stjórnarsetu og mögulegri refsiábyrgð. Ritari er regluvörður ráðsins.

2. Aðilar í framkvæmdaráði inna vinnu sína af hendi í sjálfboðavinnu fyrir Pírata. Búast má við að það felist nokkura daga sjálfboðavinna í því að vera í framkvæmdaráði í viku hverri í tíma talið. Megnið af þeirri vinnu fer fram seinni partinn og á kvöldin og um helgar.

3. Framkvæmdaráð hefur ekki stefnumótunarvald innan Pírata heldur er rekstraraðili en þó er hverjum og einum Pírata sem einstaklingi heimilt að biðja um félagsfund eða koma að stefnumótun þó hann sitji í framkvæmdaráði.

4. Framkvæmdaráð heldur utan um rekstur bækistöðva Pírata að Fiskislóð 31, og ýmsa hluti tengda fundarhaldi og öðru sem snýr að umgjörð félagsstarfa.

5. Ætlast er til þess að frambjóðendur kynni sig á aðalfundi ef það er mögulegt með nokkru móti og að kynning þeirra í kosningarkerfi gefi skýra mynd af viðkomandi, reynslu og áhuga á félagsstarfinu. Ef frambjóðandi sér sér ekki fært að mæta á fund getur hann sent inn kynningu sem er lesin upp af fundarstjóra eða starsmanni fundarins.
Þar sem að margir einstaklingar hafa boðið sig fram í ár og mikil dagskrá liggur fyrir á aðalfundi þá verður kynning frambjóðenda að vera mjög hnitmiðuð. Ætlum við um mínútu í kynningu á mann á fundinum sem er meiri tími en ykkur grunar og síðan verður tekin stund fyrir nokkrar spurningar. Að auki liggur kynning frambjóðenda í kosningarkerfi Pírata fyrir.
Að sitja í framkvæmdaráði hefur veit mörgum okkar mikla gleði og ánægjulegar stundir og veitir mikinn pírataþroska.

Kærar kveðjur,
Finnur Þ. Gunnþórsson,
fráfarandi formaður framkvæmdaráðs Pírata.

og

Andrés Helgi Valgarðsson,
fyrir hönd kjörstjórnar Pírata.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....