Píratar XP

Aðalfundur evrópskra Pírata í Reykjavík um helgina

Aðalfundur evrópskra Pírata (European Pirate Party – PPEU) fer fram á Íslandi um helgina. PPEU samanstanda af Píratahreyfingum í 20 löndum, þar á meðal Svíþjóð, Tékklandi, Belgíu og Póllandi, auk Félags ungra Pírata í Evrópu.
Fundurinn fer fram í höfustöðvum Pírata í Reykjavík, Síðumúla 23 (Selmúlamegin).

Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingmaður Pírata, tók við sem formanneskja á síðasta aðalfundi og lætur nú af því embætti. Píratar á Íslandi hafa tilnefnt tvo einstaklinga í nýja stjórn evrópskra Pírata; Oktavíu Hrund sem sækist eftir að verða kjörin sem almenn stjórnarmanneskja, og svo Salvöru Kristjönu Gissurardóttur sem tilnefnd er sem varaformanneskja.
Píratar á Íslandi styðja Marketa Gregorova til formanneskju en hún er tilnefnd af tékkneskum Pírötum.

Evrópskir Píratar voru stofnaðir árið 2014 til að sameina krafta Pírata í Evrópu gagnvart Evrópuþinginu. Íslenska píratahreyfingin var um tíma sú stærsta í heimi og hefur Ísland sinnt formennsku félagsins síðan 2015.
Aðalfundurinn nú er haldinn á Íslandi til að styðja við og fagna uppsveiflu Pírata í álfunni og er evrópskum Pírötum fengur í að kynnast þeim merka árangri sem íslenskir Píratar hafa náð.

Dagskrá aðalfundarins er hér meðfylgjandi, en fundurinn fer fram á ensku:

The AGM of the European Pirate Party held in Reykjavík Iceland on December 1st and 2nd. The tentative agenda is below. there will also be plenty of “unofficial” happenings!
=== Saturday 1st December Agenda ===
9:00 – 9:30 Delegates accreditation
9:30 – 9:40 Opening of the General Assembly – Oktavía Hrund Jóndóttir
9:40 – 10:00 Formalities: chair, secretaries, agenda, vote count
10:00 – 11:00 Chair Reports – Board, Treasurer, Council
11:00 – 12:30 Board elections – chair, vice-chair

— Lunch break —

14:00 – 16:00 Board elections – board members without appointed office, treasurer

— short break —

16:15 – 18:15 European elections (CEEP, campaign, strategy, top candidate)

=== Sunday 2nd December Agenda ===
9:00 – 9:30 Opening of the 2nd day of GA
9:30 – 10:00 Introduction of Patrick Breyer
10:00 – 12:00 Motions and proposals

— Lunch break —

13:30 – 14:30 Motions and proposals (if neccessary to continue)
14:30 – 15:15 Second Chamber of PPEU (“Chamber of Pirates”)
15:15 – 15:45 Applications for membership
15:45 – 16:30 Other
16:30 Closing the meeting/next meeting

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X