Aðalfundur evrópskra Pírata í Reykjavík um helgina

Aðalfundur evrópskra Pírata (European Pirate Party – PPEU) fer fram á Íslandi um helgina. PPEU samanstanda af Píratahreyfingum í 20 löndum, þar á meðal Svíþjóð, Tékklandi, Belgíu og Póllandi, auk Félags ungra Pírata í Evrópu.
Fundurinn fer fram í höfustöðvum Pírata í Reykjavík, Síðumúla 23 (Selmúlamegin).

Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingmaður Pírata, tók við sem formanneskja á síðasta aðalfundi og lætur nú af því embætti. Píratar á Íslandi hafa tilnefnt tvo einstaklinga í nýja stjórn evrópskra Pírata; Oktavíu Hrund sem sækist eftir að verða kjörin sem almenn stjórnarmanneskja, og svo Salvöru Kristjönu Gissurardóttur sem tilnefnd er sem varaformanneskja.
Píratar á Íslandi styðja Marketa Gregorova til formanneskju en hún er tilnefnd af tékkneskum Pírötum.

Evrópskir Píratar voru stofnaðir árið 2014 til að sameina krafta Pírata í Evrópu gagnvart Evrópuþinginu. Íslenska píratahreyfingin var um tíma sú stærsta í heimi og hefur Ísland sinnt formennsku félagsins síðan 2015.
Aðalfundurinn nú er haldinn á Íslandi til að styðja við og fagna uppsveiflu Pírata í álfunni og er evrópskum Pírötum fengur í að kynnast þeim merka árangri sem íslenskir Píratar hafa náð.

Dagskrá aðalfundarins er hér meðfylgjandi, en fundurinn fer fram á ensku:

The AGM of the European Pirate Party held in Reykjavík Iceland on December 1st and 2nd. The tentative agenda is below. there will also be plenty of “unofficial” happenings!
=== Saturday 1st December Agenda ===
9:00 – 9:30 Delegates accreditation
9:30 – 9:40 Opening of the General Assembly – Oktavía Hrund Jóndóttir
9:40 – 10:00 Formalities: chair, secretaries, agenda, vote count
10:00 – 11:00 Chair Reports – Board, Treasurer, Council
11:00 – 12:30 Board elections – chair, vice-chair

— Lunch break —

14:00 – 16:00 Board elections – board members without appointed office, treasurer

— short break —

16:15 – 18:15 European elections (CEEP, campaign, strategy, top candidate)

=== Sunday 2nd December Agenda ===
9:00 – 9:30 Opening of the 2nd day of GA
9:30 – 10:00 Introduction of Patrick Breyer
10:00 – 12:00 Motions and proposals

— Lunch break —

13:30 – 14:30 Motions and proposals (if neccessary to continue)
14:30 – 15:15 Second Chamber of PPEU (“Chamber of Pirates”)
15:15 – 15:45 Applications for membership
15:45 – 16:30 Other
16:30 Closing the meeting/next meeting

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....