Aðalfundur 2022 | 10 ára afmæli

Okkar saga | Okkar framtíð

Aðalfundur Pírata 17. til 18. september

Aðalfundur Pírata 2022 #piratar10 verður haldinn helgina 17. og 18. september í veislusal Ostabúðarinnar á Fiskislóð 26.

Frestur til að skrá sig á aðalfund er til 15. september. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu, veitingar og skemmtanir eru í boði Pírata.

Skráið ykkur hér: https://piratar.is/adalfundur10

Laugardagur 17. september  (Veislusalur Ostabúðarinnar)

 • Kl.9:00 – Húsið opnar, morgunmatur
 • Kl.10:00 – Fundur settur
 • Kl.12:00 – Hádegisverður
 • Kl.15:00 – Síðdegiskaffi
 • Kl.18:00 – Fundi slitið
 • Frjáls tími – Hlé
 • Kl.20:00 – Veisla

Sunnudagur 18. september (Tortuga)

 • Kl.12:00 -16:00 – Opið hús fyrir grasrót Pírata. Kjörnir fulltrúar Pírata á Alþingi og í sveitarstjórn hitta grasrót. Nýkjörnir fulltrúar í innra starfi fá tækifæri til að funda með fráfarandi fulltrúum. Brauðterta, vöfflur og kaffi í boði Pírata.

Ítarlegri dagskrá og önnur fundargögn munu berast félagsfólki í tölvupósti þegar nær dregur fund og verða einnig birt á piratar.is

Framboð í stjórnir, ráð og nefndir

Á aðalfundi verður kosið í lausar stöður í innra starfinu. Lausar stöður eru eftirfarandi: 

 • Framkvæmdastjórn –  2 sæti til tveggja ára og 1 sæti til eins árs
 • Fjármálaráð –  2 sæti til tveggja ára
 • Stefnu- og málefnanefnd –  3 sæti til tveggja ára
 • Úrskurðarnefnd – 3 aðalmenn og 2 varamenn til eins árs
 • Skoðunarmenn reikninga – 2 sæti til eins árs

Opnað hefur verið fyrir framboð á x.piratar.is

Nánari upplýsingar um framboð: https://piratar.is/frettir/oskad-eftir-frambodum

Lagabreytingartillaga í kosningakerfinu

Engar lagabreytingar verða afgreiddar á aðalfundi þetta árið en til stendur að halda lagaþing í vetur þar sem unnið verður að nauðsynlegum úrbótum. Ein breyting þolir þó ekki bið en hún snýr að skyldu til að hafa ákvæði um kjörtímabil endurskoðenda í samþykktum flokksins. Tillagan er komin í umræður í kosningakerfinu en kosning hefst 2. september og stendur í 7 daga. 

Hlekkur á kosningu: https://x.piratar.is/polity/1/issue/492

Sjálfboðaliðar

Við óskum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við framkvæmd aðalfundar 2022. Nokkur verkefni eru þegar komin inná Grasrótarann en fleiri eru væntanleg þegar nær dregur. Sjálfboðaliðastarf Pírata er öflugt og þú vilt ekki missa af þessu tækifæri til þess að tilheyra EinhyrningaGengi Pírata! Skráðu þig hér í “VIP svæði” EinhyrningaGengisins (fyrirvari: VIP svæði þýðir að þú ætlar að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi á aðalfundi Pírata, það þýðir ekkert annað!… við erum öll merkileg, við erum öll VIP! Að vera Einhyrningur er bara meira kúl orð yfir að vera sjálfboðaliði, svipað og að orðið Trekkie er bara meira kúl orð yfir orðið Pírati).

Sjáumst öll í góðu stuði á besta og merkilegasta aðalfundi Pírata sem haldinn hefur verið síðan síðasti merkilegasti aðalfundur Pírata var haldinn!!!

Skráið ykkur í EinhyrningaGengi Pírata hér fyrir neðan á Grasrótarinn 22: (fyrirvari: EinhyrningarGengi Pírata hljómaði betur en PírApaDeildin, ef einhver er með betri gælunafn fyrir sjálfboðaliða Pírata, þá endilega sendið okkur línu)

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....