Píratar XP

Aðalfundur 2020 í hnotskurn

Aðalfundur Pírata 2020 var haldinn á netinu þetta árið. Segja mætti að þarna hafi rétta eðli Pírata fengið að skína því þátttaka á fundinum var með eindæmum góð og ánægjumælingar þó nokkuð hærri en önnur ár. Fjarfundir eiga augljóslega vel við okkar grasrót og henta gífurlega vel m.t.t. þátttöku landsbyggðarfólks. Við urðum vel vör við hvað stemningin á fundinum var jákvæð og góð þrátt fyrir fjarlægðina. Fólk saknaði helst þess að ekki var partý í lok fundar en síðasti dagskrárliðurinn á laugardeginum var þó æsispennandi Kahoot leikur sem vakti mikla kátínu áhugafólks um spurningapartí.

Helgi Hrafn lýsir yfir ánægju sinni með aðalfund á netinu

Kjördæma- og aðildarfélög Pírata fluttu erindi um starfsemi sína og kjörnir fulltrúar kynntu skýrslur líðandi árs með miklum glæsibrag í gegnum fjarfundabúnað eða myndbandsskilaboð, en útsendingunni var stýrt frá Tortuga höfuðstöðvum Pírata í Síðumúlanum.

Kosið var í ráð og nefndir og þetta árið samkvæmt nýjum lögum Pírata og kynntu flestir frambjóðendur sig í gegnum fjarfundarbúnað úr örygginu heima hjá sér.

Framkvæmdaráð hefur verið lagt niður og var nú kosið um þrjú sæti í nýstofnaðri Framkvæmdastjórn Pírata. Kjörin voru þau, Gamithra Marga, Björn Þór Jóhannesson og Vignir Árnason.

Einnig var kosið um þrjú sæti í Fjármálaráð Pírata. Kosningu hlutu Valborg Sturludóttir, Alberts Svan og Stefán Örvar Sigmundsson.

Í Stefnu- og málefnanefnd voru kosin fimm glæsilegir fulltrúar úr grasrótinni þau Eva Pandora Baldursdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Valgerður Árnadóttir, Pétur Óli Þorvaldsson og Mörður Áslaugarson.

Í Úrskurðanefnd var kosið um þrjú sæti og þau er hlutu kosningu voru; Annie Marín Vestfjörð G, Kristján Gísli Stefánsson og Jón Grétar Leví Jónsson.

Tveir skoðunarmenn reikninga voru kjörnir, þeir Pétur Óli Þorvaldsson og Árni Steingrímur Sigurðsson.

Við óskum öllum þessum glæsilegu fulltrúum til hamingju með kjörið en viljum jafnframt þakka öllum úr grasróttinni sem sýndu því áhuga að vinna með okkur í innra starfi Pírata á komandi tímabili.

Leynigesturinn er fastur liður á aðalfundi Pírata, en þetta árið var enginn annar en Zdenëk Hrïb, Pírati og borgarstjóri í Prag.

Zdenëk, sem er mikil fyrirmynd okkar kjörnu fulltrúa í borgarstjórn, ávarpaði fundinn og svaraði spurningum áhorfenda. Hann setti ekki fyrir sig að veita íslenskum Pírötum góð ráð til heimsyfirráðs en varð heldur vandræðalegur þegar Eva Pandora líkti honum við leikarann sem leikur ungan Magneto í X-men.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X