Samkvæmt lögum félagsins boðar framkvæmdarráð Pírata til aðalfundar:Dagsetning: Laugardagurinn 31. ágúst 2013. Kl. 11:00Fundarstaður: Harpan, Ríma.Dagskrá aðalfundar:1. Kosið í framvæmdarráð og önnur embætti.2. Skoðunarmenn reikninga kjörnir.3. Ársreikningur 2012 kynntur.4.Kosið um lagabreytingarÞeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér til framkvæmdarráðs skulu tilkynna framboð sitt á piratar@piratar.is og láta hagsmunarskráningu fylgja með. Eigi síða en 2 vikum fyrir aðalfund. Við minnum líka alla þá sem áður höfðu tilkynnt framboð að staðfesta það og senda hagsmunarskráningu á sama netfang.Þær upplýsingar sem hagsmunaskráning frambjóðenda til framkvæmdarráðs þarf að innihalda eru eftirfarandi:Eftirfarandi fjárhagslegir hagsmunir skulu skráðir:
- Launuð starfsemi.
- Launuð stjórnarseta í einkareknum eða opinberum félögum. Staða og félag skulu skráð.
- Launað starf eða verkefni. Starfsheiti og nafn vinnuveitanda eða verkkaupa skulu skráð.
- Starfsemi sem er tekjumyndandi eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í. Tegund starfsemi skal skráð.
- Eignir.
- Fasteign, sem er að einum þriðja eða meira í eigu frambjóðenda eða félags sem hann á fjórðungshlut í eða meira, annað en húsnæði til eigin nota fyrir frambjóðenda og fjölskyldu hans og lóðarréttindi undir slíkt húsnæði. Skrá skal heiti landareignar og staðsetningu fasteignar.
- Heiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem framkvæmdarráðsaðil á hlut í og fer yfir einhver eftirtalinna viðmiða:
- Verðmæti hlutar nemur að markaðsvirði meira en 1 millj. kr. miðað við 31. desember ár hvert.
- Hlutur nemur 1% eða meira í félagi, sparisjóði eða sjálfseignarstofnun þar sem eignir í árslok eru 230 millj. kr. eða meira eða rekstrartekjur 460 millj. kr. eða meira.
- Hlutur nemur 25% eða meira af hlutafé eða stofnfé félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar.
* Dagskrá er send út með fyrirvara um breytingar.„4.7 Fundargögn aðalfundar skulu afhent félagsmönnum með rafrænum hætti samhliða fundarboði. Verði fundargögn til eftir að boðað er til fundar skal afhenda félagsmönnum uppfærðan fundarboðspakka minnst þremur sólarhringum fyrir aðalfund.“Með hlýjum kveðjumf.h. FramkvæmdarráðsEva Lind Þuríðardóttir