Aðalfundi Pírata frestað um viku

Sjáumst helgina 21. til 22. ágúst!

Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara dagana 14. til 15. ágúst, hefur verið frestað um eina viku. Aðalfundurinn verður því haldinn helgina 21. til 22. ágúst.

Ástæðan er kórónuveirusmit starfsmanns Vogs á Fellsströnd, þar sem aðalfundurinn fer fram. Hluti starfsfólks var settur í sóttkví eins og reglur kveða á um og er því ekki hægt að halda stærri viðburði á hótelinu sökum manneklu. Af þeim sökum getur aðalfundur Pírata ekki farið þar fram um næstu helgi eins og vonir stóðu til.

Þrátt fyrir þetta mun aðalfundur Pírata fara fram á Vogi, þó hann verði viku síðar. Fyrirtæki og stofnanir um allt land hafa þurft að skella tímabundið í lás þegar upp hafa komið smit en halda að því loknu ótrauð áfram. Að lifa með faraldrinum þýðir ekki að öll starfsemi skuli stöðvuð endanlega heldur vera nógu sveigjanleg til að bregðast við uppákomum sem þessum.

Píratar munu í því ljósi iðka ítrustu sóttvarnir á aðalfundinum, í samræmi við verklagsreglur flokksins í faraldrinum sem unnar voru í samráði við almannavarnir. Þannig er fjöldi fundarfólks takmarkaður við 100, en gildandi sóttvarnatakmarkanir kveða á um 200 manna hámark. Þá verður jafnframt stuðst við aðrar hefðbundnar ráðstafanir; s.s. spritt, fjarlægðarmörk, grímur þar sem ekki er hægt að virða fjarlægðarmörk o.s.frv.

Þar að auki verður öllum fundinum, sem hefst kl. 10 á laugardag og lýkur kl. 16:20 á sunnudag, streymt á netinu í gegnum fjarfundabúnað flokksins. Píratar sem eiga ekki heimangengt munu því geta tekið þátt í dagskrá fundarins.

Frestur til að skrá sig til þátttöku á fundinum framlengist um viku, sem og framboðsfrestur í nefndir, stjórnir og ráð sem kosið er um á aðalfundi.

Að öðru leyti er dagskrá fundarins óbreytt og við hlökkum til að sjá ykkur á Vogi á Fellsströnd helgina 21. til 22. ágúst. Enn eru örfá pláss laus á fundinum og geta áhugasamir Píratar, sem vilja taka þátt í að ýta kosningabaráttunni formlega úr vör, skráð sig á aðalfundinn með því að smella hér.

Frekar upplýsingar um aðalfundinn og dagskrá hans má svo nálgast hér. Þið sem hafið skráð ykkur í gistingu verðið sjálfkrafa færð yfir á næstu helgi, nema þið tilkynnið um annað. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu með því að senda nafn, kennitölu og reikningsnúmer á framkvaemdastjori@piratar.is

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....