Aðalfundi lokið

Aðalfundi Pírata 2016 er nú lokið en fresta þurfti fundinum um viku frá 12.júní til 19.júní til þess að ljúka yfirferð á ársreikningi. Skoðunarmenn reikninga samþykktu ársreikning Pírata. Á framhaldi aðalfundar var einnig kosið í embætti úrskurðarnefndar og skoðunarmenn reikninga.

Úrskurðarnefnd 2016-2017:

  • Olga Margrét Cilia
  • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
  • Helgi Bergmann

Varamenn: Gunnar Ingiberg Guðmundsson og Herbert Snorrason

Skoðunarmenn reikninga 2016-2017:

  • Elsa Kristjánsdóttir
  • Jón Gunnar Borgþórsson

 

Fundurinn ályktaði að senda skyldi erindi til nýkjörins framkvæmdaráðs um að auglýsa eftir framboðum í upplýsingaráð en lagatillaga þess efnis að aðalfundur skyldi kjósa í upplýsingaráð var samþykkt sl. sunnudag. Í stað þess að beðið yrði eftir aðalfundi að ári samþykkti fundurinn að koma erindinu í hendur framkvæmdaráðs til að skipa sem fyrst í þessar stöður. Eðlilegt þykir að félagsmenn fái að glöggva sig á hlutverki þessa nýja embættis og að frambjóðendum gæfist kostur á að kynna sig áður en gengið verður til kosninga í embætti.

Við óskum nýkjörnum skoðunarmönnum reikninga og úrskurðarnefnd velfarnaðar í starfi og þökkum þátttakendum fyrir samveruna á aðalfundi í dag sem og um síðustu helgi.

Með Píratakveðju!