Skýrsla þingflokks komin út

Skýrsla þingflokks Pírata fyrir 146. löggjafarþing er komin út. Aldrei áður hafa störf þingflokks verið skrásett og birt opinberlega með jafn ítarlegum.  Þetta er í fyrsta skipti sem þingflokkur Pírata fer þessa leið og stefnt er að því að þetta verði hefð. Skýrslan hleðst sjálfkrafa inn hér neðst í þessum pósti. Vinsamlegast sýnið þolinmæði ef það gerist ekki strax.

 

Í skýrslunni er farið yfir stjórnarmyndunarviðræður í kjölfar kosninganna í október á síðasa ári, verkaskiptingu þingflokks á tímabilinu og  stærstu þingmálin krafin til mergjar en ber helst að nefna kjararáðsmálið, fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og skipun í Landsrétt. Þá er einnig farið ítarlega yfir málatilbúnað í tenglum við uppreist æru sem komst í hámæli í sumar eftir að þingi var slitið. Einnig er farið yfir þátttöku Pírata í nefndum þingsins og í skýrslunni er að finna tölfræðilega samantekt á þingstörfum Pírata.

 

Þingflokkur Pírata lagði fram 13 lagafrumvörp og 16 þingsályktunartillögur á 146. löggjaarþingi og voru þingmenn Pírata framsögumenn mála í nefndum í 10 málum. Einnig voru þingmenn Pírata, einn eða fleiri, meðflutningsmenn á 13 frumvörpum frá þingmönnum annarra flokka.

 

Athugið að 146. löggjafarþing stóð frá 6. desember 2016 til hausts 2017. Þess má geta að Píratar reikna með að skýrsla þingflokks fyrir 147. löggjafarþing verði tilbúin áður en langt um líður en það þing var sett 12. september og frestað þann 27. september, eftir aðeins sex þingfundardaga.