1. maí kveðja oddvita Pírata í Reykjavík

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykajvík birti í dag baráttukveðju vegna Verkalýðsdagsins, greinin birtist fyrst á frettabladid.is

Fylgjumst ein­huga að!

Bar­áttu­dagur verka­lýðsins sækir upp­runa sinn í mál sem er okkur Pírötum hjartans mál; styttingu vinnu­viku, það er að segja átta stunda vinnu­dag og helgar­frí. Fyrstu skref bar­áttu verka­lýðsins grund­völluðust þar að auki í kröfunni um verk­falls­réttinn sem telst nú ó­rjúfan­legur hluti af nú­tíma­legum lýð­ræðis­ríkjum. Að leggja niður störf til að krefjast bættra kjara er grund­vallar­réttur verka­fólks og nýtist ein­göngu þegar allt um þrýtur, er það því réttur sem ganga þarf langt til að standa vörð um. Ó­neitan­lega setur CO­VID-19 svip á há­tíðar­höldin að þessu sinni. Við Píratar viljum óska launa­fólki góðs dags. Fögnum árangrinum sem náðst hefur og mætum endur­nærð til bar­áttunnar fram undan.

Hinn 1. maí árið 1886 lagði verka­fólk í Banda­ríkjunum niður störf í kjöl­far langrar bar­áttu fyrir bættum kjörum og átta stunda vinnu­dag. Ís­lenskar rætur dagsins sækja einnig upp­haf sitt í bar­áttuna um styttri vinnu­dag. Vöku­lögin sem voru lög­fest árið 1921 og tryggðu ís­lenskum sjó­mönnum sex tíma hvíld á sólar­hring. Þau eru einn fyrsti sigurinn sem hefur unnist á Ís­landi í verka­lýðs­bar­áttu. „Hér skal orð­takið það: Fylgjumst ein­huga að!“ segir í aug­lýsingu Kröfu­göngu­nefndar á for­síðu Al­þýðu­blaðsins 1. maí árið 1923.

Stytting vinnu­tíma er lýð­ræðis­mál og mann­réttinda­mál. Það er vitað að með skemmri vinnu­degi fylgir meiri á­nægja í starfi, færri veikinda­dagar og aukin lífs­gæði. Það varðar aukna hamingju og sam­veru­stund með fjöl­skyldunni. Starfið okkar á að styðja við okkar heilsu og vel­ferð. Við erum ekki hlutir sem hægt er að nýta og of­nýta og henda svo í ruslið.

Ný­verið var skrifað undir kjara­samninga fyrir lægsta launa­hóp okkar Reyk­víkinga og það er mér mikið gleði­efni að á­samt því að leið­rétta laun kvenna­stétta og hækka lægstu laun er þar kveðið á um styttingu vinnu­viku dag­vinnu­fólks úr 40 í 36 klukku­stunda vinnu­viku – og enn meiri styttingu fyrir vakta­vinnu­fólk. Þessum hópi, Ef lingar­fólki og öðru mikil­vægu starfs­fólki annarra verka­lýðs­fé­laga, vil ég þakka fyrir að standa eins og klettur í fram­línunni vegna CO­VID-19. Ég vil einnig nota tæki­færið og hvetja önnur sveitar­fé­lög til að ganga frá samningum. Pólitík er ekki leikur og á­byrgðin er mikil á tímum sem þessum að ganga ekki til samninga.

Bar­áttunni er hvergi lokið. Við eigum öll rétt á góðu lífi með reisn. Gleði­legan 1. maí.


Nýjustu myndböndin