Skip to main content

Fréttir

Af byssum og frelsi

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar:   Af byssum og frelsi Stríð er friður Frelsi er ánauð Fáfræði er styrkur   Þegar ég les fréttir þessa dagana þá er ekki skrítið að mér komi þessar línur úr bókinni 1984 í hug. Mér hreinlega líður oft eins og ég sé stödd í aðdragandanum að þeirri bók. […]

Sveitastjórnasmiðja á Akureyri í dag

Sveitastjórnasmiðja Pírata hófst í morgun á Akureyri. Markmið hennar er að gefa Pírötum um allt land tækifæri til að hittast og hefja stefnumótunarvinnu fyrir næstu sveitastjórnarkosningar. „Það er stórkostlegt að sjá hvað það er mikill áhugi meðal félagsmanna af öllu landinu. Þegar við hófum undirbúninginn reiknuðum við með því að hingað kæmu nokkrir fulltrúar úr […]

Fréttabréf Ungra Pírata maí 2017

Í stuttu máli: Symposium um höfundarrétt með Helga Hrafni verður núna á fimmtudag, 1. júní kl. 20.30 á Hressó Aðalfundur UP 2017 verður 2. september (endanleg dagsetning). Skráðu þig í nefndir Ungra Pírata fyrir aðalfundinn 2017. Næsti stjórnarfundur UP verður 7. júní Síðasti félagsfundur annarinnar verður 14. júní UP vantar nýtt logo. Sendu inn þína […]

Eldhúsdagsræða Birgittu Jónsdóttur

Kæru landsmenn Margir gleyma því að lög breyta veruleika manna, lög ráða því hvernig nánast allt sem við gerum í lífinu, er framkvæmt, hvað má, hvað má ekki, hvaða réttindi við eigum og hvaða réttindi eru afnumin. Öllu er umsvifalaust markaður staður í litla lagaboxinu. Gleymum svo ekki öllum þessum óskráðu sér íslensku reglum, eins […]

Eldhúsdagsræða Þórhildar Sunnu

Frú forseti, kæru Íslendingar, Til að breyta leikreglunum þarf maður að þekkja þær. Ekki man ég hvar ég las þetta viskukorn fyrst, en það hefur verið mitt leiðarljós meirihluta ævinnar engu að síður. Það eru forréttindi að fá að starfa hér á þessum stað, þar sem reglur eru settar og reglum er breytt,, og þeim […]

Eldhúsdagsræða Gunnars Ingibergs

Virðulegi forseti, Hvert stefnum við nú? Hvert er ferðinni heitið? Ekki stóð á innihaldslýsingu núverandi ríkistjórnar að örlagafen einkavæðingarinnar væri kappsmál. Raunin er sú að nú er þrammað af miklum mætti í þá átt – að hægt sé að fá forgang í heilbrigðiskerfinu á grundvelli auðs og valds. Sama auðvald mænir síðan á Leifsstöð og […]

Ungir Píratar mótmæla ólýðræðislegum vinnubrögðum við sameiningu FÁ og Tækniskólans

Ungir Píratar, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Jæja-hópurinn, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Nemendafélag FÁ stóðu í dag fyrir mótmælum gegn ólýðræðislegu vinnubrögðum menntamálaráðherra við fyrirhugaða sameiningu FÁ og Tækniskólans. Opin umræða um mikilvægar breytingar á samfélagi okkar er grunnstoð lýðræðisins. Menntakerfið þarf alvöru stefnumótun og fyrirsjáanleika. Samráð þarf að hafa við stórar breytingar. Mótmælendur kröfðust […]

Ófullnægjandi gögn á bak við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar

Nú hefur fengist staðfesting á því sem Píratar óttuðust allt frá því að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram; áætlun ríkisstjórnarinnar er í raun bara ágiskun, fjármunum er skipt niður á málefnasvið ráðuneyta að því er virðist handahófskennt. Með þessu er verið að biðja Alþingi um að taka ákvörðun án þess að hafa forsendurnar. Á nýafstöðnum […]

Sunna nýr formaður framkvæmdaráðs

Á fundi framkvæmdaráðs í vikunni var staðfest að Sunna Rós Víðisdóttir tekur við formennsku í ráðinu af Elínu Ýr Arnar Hafdísardóttur. Sunna hefur átt sæti í framkvæmdaráði sem aðalmaður frá síðasta sumri. Elín Ýr heldur áfram í ráðinu en kaus að stíga úr sæti formanns vegna hrörnunarsjúkdóms sem hún greindist með fyrir nokkrum mánuðum. Hún […]

Píratar óska eftir tilnefningum á fulltrúa í nefnd um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Þingflokkur Pírata leita að fulltrúa í nefnd sem hefur það verkefni að skipuleggja hátíðarhöld í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands, í samræmi við þingsályktun Alþingis nr. 70/145 frá 13. október 2016. Nánari útlistun á störfum nefndarinnar má finna í ályktun Alþingis. Tilnefningafrestur er til hádegis mánudaginn 29. maí 2017. Tilnefningar skal senda á netfangið eirikurrafn@althingi.is.