Skip to main content

Fréttir

Gunnar Ingiberg Gunnarsson mælti fyrir frumvarpi um strandveiðar á Alþingi

Virðulegi forseti, Kæri þingheimur, Íslenska þjóð! Í dag stöndum við á tímamótum – við þurfum að hafa jákvæð áhrif á þróun byggðar í landinu og efla rétt smábátaeigenda til þess að stunda fiskveiða – ef þetta frumvarp, um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða sem ég mæli fyrir hér í dag, verður samþykkt – mun […]

Birgitta Jónsdóttir mælir fyrir frumvarpi um breytingar á starfsháttum Alþingis

Þann 21. mars mælti Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata fyrir frumvarpi um breytingum á starfsháttum  Alþingis þannig að mál sem ekki hafa fengið endanlega afgreiðslu við þinglok þurfi ekki að leggja fram aftur, og þannig fara á byrjunarreit við upphaf næsta þings. Ræða Birgittu: Það er ákveðinn áfangasigur að fá að mæla fyrir þessu máli. Þegar […]

Lagabreytingatillögur fyrir lagaþing Pírata

Lagaþing Pírata verður haldið um helgina þar sem farið verður yfir þær lagabreytingatillögur sem bárust lagaþjónustu og þær ræddar. Tillögurnar má sjá hér að neðan. Því til viðbótar verður hægt að leggja fram lagabreytingatillögur á þinginu sjálfu. Sunnudagurinn hefur verið boðaður sem félagsfundur og er því fært að kjósa lagabreytingatillögur í kosningakerfi Pírata, annaðhvort eina […]

Oktavía spyr dómsmálaráðherra um viðhorf til tjáningarfrelsis

  Mánudaginn 20. mars tók Oktavía Hrund Jónsdóttir sæti á þingi  fyrir Smára McCarthy, sem er erlendis vegna nefndarstarfa. Oktavía ávarpaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum í tilefni af nýgengnum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Íslenskum stjórnvöldum og dómi hæstaréttar yfir Steingrími Sævari Ólafssyni blaðamanni fyrir að fréttaskrif, en niðurstaða Mannréttindadómstólsins er að það sé […]

Ársreikningur PáNA

Ársreikngur PáNA var samþykktur á aðalfundi Pírata á Norðausturlandi 18.03.2017.

Píratar fluttir í Síðumúla 23 frá og með 18. mars

Píratar flytja í dag, laugardaginn 18. mars í nýtt húsnæði að Síðumúla 23, Selmúlamegin þar sem tölvunámskeiðahaldarinn Skema var áður til húsa. Hjálp vel þegin! Píratar hafa sprengt utan af sér fyrri höfuðstöðvar flokksins sem fékk það píratalega nafn Tortuga í samkeppni á meðal Pírata þegar það var tekið í notkun 2015. Nýja félagsheimilið hefur vinnuheitið […]

Prófkjörshald Pírata – hvað lærum við af því?

Kæru Píratar Sumarið 2016 voru í fyrsta sinn í sögu Pírata haldin prófkjör um land allt til að forgangsraða frambjóðendum til Alþingis í hverju kjördæmi. Framkvæmdaráð skipaði í vetur starfshóp sem hefur það hlutverk að taka saman lærdóm og athugasemdir félagsmanna um prófkjörshaldið í hverju kjördæmi. Starfshópurinn mun setja fram tillögur að fyrirkomulagi byggðar á svörum […]

HVERRA HAGUR RÆÐUR AFNÁMI HAFTA?

Birgitta Jónsdóttir tók til máls í umræðum á þingi í gær, þar sem fjallað var um afnám hafta og Benedikt Jóhannesson, efnahags- og viðskiptaráðherra óskað Íslandi til hamingju með áfangann, þótt óljóst sé hvaða afleiðingar þessar aðgerðir munu hafa á kjör almennings. Í anda leyndarhyggju og ráðherraræðis þessarar ríkisstjórnar er aðkoma Alþingis að málinu engin. […]

Píratar og Ungir Píratar boða til funda vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði

Staðan á húsnæðismarkaði er grafalvarleg. Stjórnvöld hafa skapað ástandið með lélegri hagstjórn sem einkennist ýmist af lýðskrumskenndum skammtímalausnum eða því að hunsa vandamálin gjörsamlega. Skortur á húsnæði hefur hækkað verð á húsnæði og leigu, en það mætti segja að leigumarkaðurinn hafi farið verst út úr þessu. Ástandið hefur lengi verið slæmt, og hefur hratt farið […]

Tilnefningar fulltrúa í Landsdóm

Þingflokkur Pírata auglýsir eftir tilnefningum fulltrúa í Landsdóm. Í Landsdómi eiga sæti 15 dómarar,  af þeim eru átta kosnir af Alþingi til sex ára í senn og tilnefnir þingflokkur Pírata fulltrúa – sem síðan er kosið um í hlutfallskosiningu eftir þingstyrk. Aðrir dómarar í Landsdómi eru þeir 5 Hæstaréttardómarar sem þar hafa setið lengst, auk  dómstjórans […]