Píratar XP

Þetta vilja Íslendingar fyrir kosningarnar

Ný könnun sýnir að heilbrigðis- og loftslagsmál eru efst í huga fólks fyrir kosningarnar.

Íslendingar vilja áfram að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála. Aukin framlög til umhverfis- og loftslagsmála eru Íslendingum jafnframt hugleikin fyrir komandi alþingiskosningar. Yfirgnæfandi stuðningur er meðal Íslendinga við að hið opinbera auki útgjöld fremur en að lækka skatta.

Þetta er meðal niðurstaðna viðhorfskönnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir þingflokk Pírata í ágúst og september. Þingflokkurinn lætur framkvæma könnunina árlega til að draga fram hvernig Íslendingar vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum í fjárlögum og um leið sjá hvernig áherslur landsmanna breytast á milli ára. Könnunin var síðast framkvæmd í september og október 2020.

Samneysla frekar en skattalækkanir

Eftir sem áður sýnir könnunin að Íslendingar vilja aukin framlög til heilbrigðismála. Alls töldu 44 prósent aðspurðra mikilvægast að Alþingi forgangsraðaði í þágu þess málaflokks og eykst hlutfallið um 1 prósentustig milli ára. Þar á eftir töldu 12 prósent svarenda mikilvægast að auka framlög til umhverfis- og loftslagsmála, en þetta var í fyrsta sinn sem sá valmöguleiki stóð til boða. Því næst töldu 10 prósent svarenda að mikilvægast væri að lækka tekjuskatt einstaklinga og auka framlög til almannatrygginga og velferðarmála.

Þegar svör aðspurðra eru tekin saman má sjá að heilbrigðismál eru efst í forgangsröðun landsmanna, því næst umhverfis- og loftslagsmál, mennta- og fræðslumál og síðan almannatryggingar og velferðarmál. Ljóst er af svörunum að aukin samneysla skiptir Íslendinga meira máli en skattalækkanir. Þannig er rúmlega þrefalt meiri stuðningur við aukin útgjöld til heilbrigðismála en að lækka tekjuskatt einstaklinga og rúmlega sexfalt meiri þegar litið er til lækkunar virðisaukaskatts. Neðst í forgangsröðun Íslendinga eru aukin framlög til sjávarútvegsmála og iðnaðarmála, en mest dregst stuðningur saman við aukin framlög til löggæslu- og öryggismála og lækkunar virðisaukaskatts milli ára.

Framkvæmd könnunar:

4886 einstaklingar af öllu landinu, 18 ára og eldri, voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup til að svara netkönnun sem framkvæmd var dagana 27. ágúst til 16. september. Alls svöruðu 2529 manns og var þátttökuhlutfallið því 51,8 prósent.

Spurt var: „Hvernig vilt þú að Alþingi forgangsraði fjármunum til eftirfarandi málaflokka í fjárlögum?“ Svarendum bauðst því næst að raða málaflokkum í mikilvægisröð og þannig var reiknuð út forgangseinkunn.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X