Píratar XP

Óli Páll Geirsson

Óli Páll er doktor í tölfræði og leiðir gagnavísindateymi Lucinity sem VP of Data Science. Teymið hefur það hlutverk að þróa gervigreindarlíkön og aðferðir sem auðvelda fjármálafyrirtækjum til að taka gagnadrifnar og áhrifaríkar ákvarðanir í baráttunni gegn peningaþvætti. Óli Páll starfaði áður sem gagnastjóri Reykjavíkurborgar á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þar byggði hann upp og leiddi skrifstofu gagnaþjónustu en hún styður við gagnadrifna ákvörðunartöku innan borgarinnar og skapar virði úr gögnum hennar. Hann sat einnig í framkvæmdastjórn sviðsins og í aðgerðastjórn stafrænna umbreytinga hjá borginni. Þar áður var Óli Páll sérfræðingur í gagnavísindum hjá Landsbankanum. Hann er með doktorsgráðu í tölfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í stærðfræði frá sama skóla. Samhliða störfum sínum starfar Óli Páll sem aðjúnkt í tölfræði við Háskóla Íslands.

Í þessum fyrirlestri ætlar Óli Páll að segja okkur frá hvernig gagnadrifinn rekstur og hagnýting gagna spila lykilhlutverk í rekstri og stafrænni umbreytingu fyrirtækja og opinberra stofnnana.

Events by this speaker

Enginn viðburður á dagskrá

X
X
X