Píratar XP

Edda Konráðsdóttir

Edda Konráðsdóttir hefur starfað innan íslenska nýsköpunarsamfélagsins síðan 2015 í hinum ýmsu verkefnum. Hún starfar í dag hjá Foobar, family office fjárfestingasjóði Davíðs Helgasonar með fókus á loftslagsmál og er einnig meðstofnandi og COO hjá Iceland Innovation Week (Nýsköpunarvikunni). Hún rekur einnig sitt eigið ráðgjafafyrirtæki með áherslu á viðskiptaþróun fyrir frumkvöðla og listamenn ásamt því að hafa kennt nýsköpunarnám við Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í hjáverkum síðustu ár.

Hún starfaði í 5 ár hjá Icelandic Startups, vann þar náið með frumkvöðlum, fjárfestum, hinu opinbera og stýrði m.a. tæknihraðlinum Startup Reykjavík og Gullegginu. Þar að auki hefur hún stýrt mörgum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum á borð við Norræn hakkaþon, tæknihraðal í San Francisco og sendiferðir Norrænna sprotafyrirtækja á helstu tækniráðstefnur heims.
Menntuð með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Events by this speaker

Enginn viðburður á dagskrá

X
X
X