Píratar XP

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson

1. sæti í Norðaustur

Menntaskólakennari | f. 26. október 1968

Strax í barnæsku fékk ég áhuga á stjórnmálum og hef fylgst nokkuð vel með þeim alla tíð síðan, bæði hér á landi og víða erlendis. Ég mátaði mig við hefðbundið pólitískt róf en fann hvergi fjölina mína, sama hversu lengi ég leitaði. Mér fannst hefðbundnu flokkarnir vera líkir hver öðrum og fastir í kerfi sem virkaði ekki. Hjá Pírötum kynntist ég fólki sem var óhrætt við breytingar; fólki sem býr yfir samkennd með jaðarsettum hópum; fólki sem vill henda ónýtum kerfum; fólki sem er víðsýnt og frjálslynt. Síðast en ekki síst heillaðist ég af hugmyndum Pírata um aukið gagnsæi, aðgengi að upplýsingum og auknu lýðræði. Eftir að hafa lagst í ákveðna rannsóknarvinnu ákvað ég að mæta á minn fyrsta Píratafund í janúar 2016 og varð mjög virkur í starfseminni upp frá því.

Af hverju ertu Pírati?

Barátta gegn spillingu sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í gegnum tíðina er líklega önnur meginástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa Pírata. Krafa Pírata um gagnsæi og aðgengi að upplýsingum er besta vopnið í þeirri baráttu.

Hina meginástæðuna má í raun finna í svari mínu við fyrstu spurningunni. Píratar eru óhefðbundið stjórnmálafl sem býr yfir samkennd með jaðarsettum hópum, hvaðan sem fólk kemur. Píratar eru óhræddir við breytingar, líka þær sem koma utan frá, lausir við þjóðrembu, þröngsýni og tækifærismennsku. Píratar vilja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs sem færir landsfólki aukið lýðræði.

Af hverju að kjósa Pírata?

Barátta gegn spillingu sem hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í gegnum tíðina er líklega önnur meginástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa Pírata. Krafa Pírata um gagnsæi og aðgengi að upplýsingum er besta vopnið í þeirri baráttu.

Hina meginástæðuna má í raun finna í svari mínu við fyrstu spurningunni. Píratar eru óhefðbundið stjórnmálafl sem býr yfir samkennd með jaðarsettum hópum, hvaðan sem fólk kemur. Píratar eru óhræddir við breytingar, líka þær sem koma utan frá, lausir við þjóðrembu, þröngsýni og tækifærismennsku. Píratar vilja nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs sem færir landsfólki aukið lýðræði.

Aðal áherslumál eða/og almenn áherslumál

Ný stjórnarskrá, sjávarútvegsmál, barátta gegn spillingu og heilbrigðismál eru mér ofarlega í huga, auk þess sem ýmis sértæk áherslumál fyrir Norðausturkjördæmi á borð við samgöngur, atvinnumál, raforkuöryggi og menntamál koma upp í hugann.

Píratar í ríkisstjórn (framtíðarsýn - næstu árin)

Píratar hljóta að stefna að þátttöku í ríkisstjórn hið fyrsta, með kröfu um kerfisbreytingar sem endurspeglast í nýrri stjórnarskrá og kröfu um bættar starfsaðferðir á Alþingi, enda tryggir ný stjórnarskrá, m.v. tillögur Stjórnlagaráðs, endurheimt sjávarauðlindanna úr höndum útgerðaraðalsins, aukna virðingu fyrir náttúru og umhverfi og aukið lýðræði. Með því leggja Píratar grunn að betra þjóðfélagi fyrir komandi kynslóðir.

Hvaða ofurkrafta býrðu yfir í nördisma?

Ég veit allt um vegagerð og svo er ég líka málfræðinörd.

Bóka viðtalstíma

Tölurnar sem enginn ætlaði að trúa

Fyrir réttum sex árum birtist frétt á Vísi undir yfirskriftinni „Maður ætlaði ekki að trúa þessum tölum.“ Þarna var vitnað í orð Matthíasar Imsland, sem...

Til varnar strandveiðum

Það vakti athygli að sjá Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra hjá Fréttablaðinu, gera lítið úr strandveiðum í leiðara sem birtist í blaðinu í gær. Okkur virtist...

Ham­farir hjá Heilsu­vernd – Hvað kemur næst?

Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt...

Tundurskeyti á Alþingi

Í byrjun júní varð uppi fótur og fit á Alþingi þegar þingflokkur Pírata gerðist sekur um þá ósvinnu að leggja til breytingu á dagskrá...
X
X