Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Alþingismaður Pírata

Arndís er þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, situr í velferðarnefnd og þingmannanefndum EES/EFTA/ESB, en sat áður í allsherjar- og menntamálanefnd. Arndís er innblásin af grunnstefnu Pírata og berst fyrir mannréttindum, virðingu við réttarríkið, persónuvernd og eftirliti með störfum lögreglu. Helstu áherslur Arndísar á þingi lúta að réttindum einstaklinga í viðkvæmri stöðu, einkum útlendinga, fólks með geðraskanir og barna.

Hlutverk

  • Þingmaður

  • Fulltrúi í velferðarnefnd

  • Fulltrúi í Íslandsdeild þing­manna­nefnda EFTA og EES


Menntun

  • Stúdentspróf VÍ 2003.

  • BA-próf í lögfræði HÍ 2007. Mag. jur.-próf í lögfræði HÍ 2009.

  • LLM-próf í mannréttindum frá Kaþólska háskólanum í Leuven 2013.

Starfsferill

  • Fulltrúi á LEX lögmannsstofu 2009–2011.

  • Lögfræðingur á Barnaverndarstofu 2011.

  • Lögfræðingur í innanríkisráðuneyti 2011–2012.

  • Lögfræðingur hjá Rauða krossinum á Íslandi 2014–2020.

  • Sjálfstætt starfandi lögmaður 2021.

  • Flóttamannanefnd 2012.

  • Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála 2010–2014.

  • Varamaður í úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála 2010–2014.

  • Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna 2004–2005.

  • Stúdentaráð HÍ 2005–2007.

  • Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi 2009–.

  • Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Píratar).

Pistlar frá Arndísi Önnu