Skip to main content

Kjördæmisráð Pírata

Kjördæmisráð starfa samkvæmt lögum Pírata. Starfssvæði hvers kjördæmisráð fylgir skiptingu kjördæma á Íslandi.

Kjördæmisráð sameiginlegs prófkjörs Höfuðborgarkjördæmanna
(Reykjavík Norður, Reykjavík Suður og Suðvesturkjördæmi)

Þórgnýr Thoroddsen, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Sigurður Pálsson og Lukka Björg Þorgímsdóttir

 

Kjördæmisráð Norðvesturkjördæmis

Stefán Ólafur Stefánsson (maja83), Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Kristjánsson

Kjördæmisráð Norðausturkjördæmis

Kristrún Ýr Einarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Þorsteinn Sigurlaugsson

  • Netfang kjördæmisráðs: nakjordaemi(hjá)piratar.is

Kjördæmisráð Suðurkjördæmis

Fanný Þórsdóttir, Guðmundur Arnar Guðmundsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson.


Um kjördæmisráð í lögum Pírata

14. Þáttaka í kosningum

14.1. Þátttaka í kosningum er á ábyrgð aðildarfélaga á kjörsvæði. Hafi aðildarfélögum innan kjördæmis til Alþingiskosninga ekki komist saman um annað skal starfa kjördæmisráð skipað einum fulltrúa fyrir hvert sveitarfélag þar sem Píratar hafa starfsemi. Starfi engin aðildarfélög innan kjördæmis til alþingiskosninga er framkvæmdaráði heimilt að standa fyrir kjöri á lista fyrir það kjördæmi. Skulu allir félagsmenn Pírata hafa kosningarétt í slíku kjöri. Þeir sem raðast í fimm efstu sæti listans bera ábyrgð á þátttöku hans í kosningum.

14.2. Framkvæmdaráð annast samræmingu kosningabaráttu á landsvísu í samráði við aðildarfélögin. Framkvæmdaráð er heimilt að útbúa kosningastefnuskrá fyrir Alþingiskosningar út frá samþykktri stefnu.

14.3. Heimilt er að stofna til kosningabandalags við Alþingiskosningar. Aðildarfélögum er heimilt að veita samskonar heimild í lögum sínum hvað varðar sveitarstjórnarkosningar.