Skreytt fyrir utan kosningamiðstöð Pírata

Ungir Píratar er aðildarfélag fyrir unga Pírata á aldrinum 16 – 35 ára.

Félagið var stofnað 18. ágúst árið 2013 og starfar sem málefnahópur Pírata þegar kemur að málefnum ungs fólks, heldur uppi sambandi og samskiptum við aðrar ungliðahreyfingar og heldur uppi hópefli meðal félagsmanna sinna. Félagar í Ungum Pírötum eru samhliða því sjálfkrafa félagar í móðurfélaginu, Pírötum. Félagið hefur eina félagsdeild sem er Ungir Píratar á Suðurnesjum.

Stjórn félagsins var kjörin á aukaaðalfundi 17. mars 2018:

Vignir Árnason, formaður
Valborg Sturludóttir, varaformaður
Huginn Þór Jóhannsson, ritari
Sophia Kistenmacher, meðstjórnandi
Sigmundur Þórir Jónsson, gjaldkeri
Ólafur Hrafn Halldórsson, alþjóðafulltrúi
Hjalti Björn Hrafnkelsson: samfélagsmiðlafulltrúi

Aðalmenn eru: Vignir Árnason, Valborg Sturludóttir, Huginn Þór Jóhannsson, Sophia Kistenmacher og Ólafur Hrafn Halldórsson.
Varamenn eru Sigmundur Þórir Jónsson, Alma Ösp Ísrún Árnadóttir og Hjalti Björn Hrafnkelsson.

Þú getur skráð þig í félagið með því að senda tölvupóst á skraning@piratar.is og taka fram að þú viljir skrá þig í Unga Pírata. Einnig þarf að taka fram nafn, kennitölu og heimilisfang.

Ungir Píratar á Facebook

Við mælum með að þú gerist áskrifandi að viðburðum Ungra Pírata á Facebook til að fylgjast með starfinu.

Unga Pírata finnurðu einnig á félagsmiðlunum Snapchat, Instagram og Twitter undir notendanafninu @ungirpiratar.