Suðvesturkjördæmi

Suðvesturkjördæmi nær yfir Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ, Kópavogsbæ, Bessastaðahrepp, Seltjarnarneskaupstað, Mosfellsbæ og Kjósarhrepp.

Píratar í Suðvesturkjördæmi, PíSuv, eru svæðisfélag Pírata sem nær yfir Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjósarhrepp.

Aðildarfélög

Félagsmenn

Félagsmenn Pírata í Kópavogi, Pírata í Hafnarfirði og Pírata á Seltjarnarnesi eru sjálfkrafa félagsmenn í PíSuv. Aðrir geta skráð sig í svæðisbundna félagið Pírata í Suðvesturkjördæmi eða með því að senda beiðni þess efnis á  skraning@piratar.is. Skráning með tölvupósti þarf að innihalda nafn, kennitölu og ósk um skráningu í PíSuv. Félagsmenn í PíSuv hafa kosningarétt í prófkjöri félagsins fyrir Alþingiskosningar.

Lög Pírata í Suðvesturkjördæmi

Lögheimili félagsins er Fiskislóð 31, 101 Reykjavík. Það er jafnframt lögheimili móðurfélagsins, Pírata. Kosningaskrifstofa verður e.t.v. opnuð í kjördæminu sjálfu þegar nær dregur kosningum. Fundir eru ýmist á Fiskislóð í Reykjavík og í Gaflaraleikhúsinu Hafnarfirði.

Framboð til Alþingis

Innanríkisráðuneyti gefur út leiðbeiningar um framboð.

Í Suðvesturkjördæmi eru þrettán þingsæti, ellefu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti.

Á lista Pírata í Kraganum verða 26 frambjóðendur. Skrifleg meðmæli verða að lágmarki 390 og að hámarki 520.

Stjórnarmenn

Formaður og varaformaður eru kosnir á aðalfundi. Þá skipar hvert aðildarfélag einn stjórnarmann og einn varamann, með viku fyrirvara. Hvert aðildarfélag ræður hvort sá stjórnarmaður kemur úr viðkomandi sveitarfélagi eða annarsstaðar frá.

Formaður
Eysteinn Jónsson eysteinn@piratar.is
Varaformaður
Sara Oskarsson sara@piratar.is
Ritari (fulltrúi Pírata í Hafnarfirði)
Elsa Kristjánsdóttir elsak@piratar.is
Gjaldkeri (fulltrúi Pírata í Kópavogi)
Sigurður Erlendsson siggierlends@gmail.com
Fulltrúi Pírata á Seltjarnarnesi
Grímur R. Friðgeirsson grimur@piratar.is
Varamaður Pírata í Hafnarfirði
Almar Jóhannesson
Varamaður Pírata í Kópavogi
Einar Páll Gunnarsson
Varamaður Pírata á Seltjarnarnesi
Maren Finnsdóttir

Þingmenn

Árið 2013 fengu Píratar eitt þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Birgitta Jónsdóttir er 12. þingmaður Suðvesturkjördæmis og Björn Leví Gunnarsson er varamaður hennar.