Píratar 60+ er aðildarfélag ætlað fólki 60 ára og eldra. Félagið var stofnað 28, maí og er starfsemi þess enn í mótun.

Tilgangur félagsins er að starfa sem málefnahópur innan Pírata þegar kemur að málefnum fólks 60 ára og eldra.
Að starfa á vettvangi, halda sambandi og samvinnu við 60+ stjórnmálaflokka og annarra félaga og félagasamtaka, sem 60+ Píratar á Íslandi. Að gangast fyrir umræðu- og fræðslufundum og hvers konar mannfagnaði eftir því sem tilefni gefst til, til þess að að kynna stefnumál Pírata, með jafningjafræðslu að leiðarljósi.

Fyrstu verkefni félagsins verða; að vinna að stefnumörkun Pírata fyrir þennan aldurshóp og síðan að ná til jafnaldra um allt land og kynna Pírata, grunnstefnuna og annað sem Píratar standa fyrir, þetta verður gert með jafningjafræðslu að leiðarljósi.

Formaður félagsins er Grímur Friðgeirsson og Varaformaður Magnús Bjarnarson.

Aðrir stjórnarmeðlimir:
Kristbjörg Ólafsdóttir Ritari
Eysteinn Jónsson
Þorsteinn Bárðason
Gunnar Rafn Jónsson

Aðrir stjórnarmenn en formaður og varaformaður eru skipaðir af kjördæmafélögunum sakvæmt lögum félagsins en vinnu við þær skipanir er ekki lokið. Listi yfir alla aðalmenn og varamenn stjórnar verður birtur þegar þessu ferli er lokið.

 

Fundargerð stofnfundar félagsins:

http://piratepad.be/p/Stofnfundur_60++