Píratar XP

Stingdu þingmenn í bakið á leikjakvöldum Ungra Pírata

Er svikari meðal vor? Það er spurning sem Ungir Píratar kljást reglulega við á leikjakvöldum sínum, þar sem Píratar á öllum aldri hittast og spila saman tölvuleiki á netinu.

Öllum er velkomið að slást í hópinn og takast á við Unga Pírata, þingmenn og annað áhugafólk um tölvuleiki og pólitík. Öll sem hafa aðgang að tölvu og interneti geta tekið þátt, hvort sem þau eru stödd heima hjá sér, í strætó eða í geimskipi umkringd svikurum.

Fylgist með á Facebook-síðu Ungra Pírata þar sem leikjakvöldin eru auglýst og gríptu tækifærið til að stinga einhvern í bakið.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hér, á Facebook-síðu Ungra Pírata eða á vefsíðu Ungra Pírata. Ef þú smellir einu „læki“ á síðuna í leiðinni missirðu aldrei af neinu. Skjáumst á leikjakvöldunum!

Ungir Píratar er aðildarfélag fyrir unga Pírata á aldrinum 16 – 35 ára. Félagið var stofnað 18. ágúst árið 2013 og starfar sem málefnahópur Pírata þegar kemur að málefnum ungs fólks, heldur uppi sambandi og samskiptum við aðrar ungliðahreyfingar og heldur uppi hópefli meðal félagsmanna sinna.

Þú getur skráð þig í félagið með því að senda tölvupóst framkvæmdastjori@piratar.is og taka fram að þú viljir skrá þig í Unga Pírata. Einnig þarf að taka fram nafn, kennitölu og heimilisfang.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X