Píratar XP

Tölurnar sem enginn ætlaði að trúa

Fyrir réttum sex árum birtist frétt á Vísi undir yfirskriftinni „Maður ætlaði ekki að trúa þessum tölum.“ Þarna var vitnað í orð Matthíasar Imsland, sem var formaður starfshóps sem átti að kanna fýsileika þess að koma á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri.

Starfshópurinn lét framkvæma viðamikla greiningarvinnu á mikilvægi beins flugs til þessara landshluta út frá þjóðhagslegum ávinningi. Um málið sagði Matthías: „Við vissum að ávinningurinn yrði mikill en ekki svona mikill […] Við erum að tala um mjög stórar tölur í þessu samhengi sem myndi þýða mikla hreyfingu á hlutunum […] Það vissu allir að mikilvægi beins flug væri mikið en áhrifin yrðu meiri en fólk gerði ráð fyrir.“

Svo mörg voru þau orð. Rituð fyrir sex árum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, aðallega til Keflavíkur þó. Einungis hefur tekist að koma takmörkuðu millilandaflugi á fót um Egilsstaðaflugvöll, þrátt fyrir mikla vinnu við markaðssetningu flugvallarins. Á því eru eflaust margar skýringar en tvö atriði vil ég nefna sérstaklega sem hafa örugglega ekki hjálpað til. Annars vegar má nefna að öll markaðssetning ISAVIA hefur snúið að Keflavíkurflugvelli, enda ber ISAVIA, lögum samkvæmt, einungis að markaðssetja þann flugvöll. Hins vegar má nefna að á sama tíma og tugum milljarða hefur verið varið í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar hefur Egilsstaðaflugvöllur legið óbættur hjá garði. Það var ekki fyrr en núna nýlega að fjármunir fundust til að setja nýtt slitlag á flugbrautina.

Nú þurfum við að girða okkur í brók og hefja stórsókn í málefnum Egilsstaðaflugvallar, m.a. með því að lengja flugbrautina (líkt og ráð er gert fyrir í aðalskipulagi), stækka flughlað og útbúa akbraut fyrir flugvélar meðfram lendingarbraut, auk þess sem tryggja þarf leiðsagnar- og aðflugsbúnað af nýjustu gerð á hverjum tíma. Áframhaldandi markaðssetning myndi svo tryggja völlinn í sessi sem alvöru fluggátt inn í landið fyrir flugvélar af öllum stærðum og gerðum, hvort sem þær flytja fólk eða frakt.

En til þess þarf pólitískan vilja. Ég mun svo sannarlega leggja mitt af mörkum, fái ég brautargengi við Alþingiskosningarnar í haust.

Upprunaleg birtingAusturfrétt

SKRIFA ATHUGASEMD

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti. Daglegu lífi hefur verið snúið...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...
X
X
X