Út­brunnir starfs­menn slökkva elda

Það er löngu þekkt að á krísutímum koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur.

Flótti

Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp.

Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi.

Íkveikjur

Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum.

Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa.

Brunaútsala

Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi.

Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum.

Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins – sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni.

Upprunaleg birtingVísir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...