Samstaða, lærdómur og þakklæti

Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af von, eftirvæntingu og bjartsýni sem hefur oft verið af skornum skammti á þessu langa ári sem nú er að líða. Við erum farin að sjá fyrir endann á þessum langdregnu hremmingum og brátt kemur betri tíð með blóm í haga. 

Það verður þó ekki annað sagt en að þetta ár hafi verið lærdómsríkt í meira lagi. Við lærðum betur á tæknina, kynntumst því hvað íslenskt sumar hefur upp á að bjóða og hvað samtakamáttur þjóðarinnar getur verið magnaður. Að sama skapi fengum við góða áminningu um hvað það er margt fólk á Íslandi sem skiptir þjóðfélagið ógnarmiklu máli, þrátt fyrir að vera okkur oft ósýnilegt. 

Fólk sem sér til þess að allt gangi sinn vanagang, sinnir ómissandi þjónustu fyrir okkur bæjarbúa en fær sjaldan viðurkenninguna eða þakkirnar sem það á skilið. Fólkið sem sér um þrif og umönnun, styður við börnin okkar í skólunum og sér til þess að allir komist leiðar sinnar á göngu- og hjólastígum bæjarins svo eitthvað sé nefnt. Það var því gríðarlega ánægjulegt að sveitarfélögin og Efling hafi í ár loks náð saman um löngu tímabærar kjarabætur fyrir þessar stéttir, sem mæddi svo sannarlega mikið á í faraldrinum. Við gætum ekki án þeirra verið.

Við vorum líka minnt á hvað vísindin og sérfræðiþekking skipta okkur miklu máli. Það að fylgja leiðbeiningum okkar færasta fagfólks getur beinlínis greint á milli lífs og dauða. Þökk sé heiðarlegri og gegnsærri upplýsingagjöf höfum við geta tekið upplýstar ákvarðanir og sameinast um stór markmið. Ég vona að við getum haldið því áfram, enda eru stór úrlausnarefni framundan í loftslagsmálum þar sem vísindin þurfa að vera í fyrsta sæti. Hefðbundin þraspólitík mun aldrei geta vísað okkur rétta veginn úr þeim ógöngum.

Þangað til getum við lagt okkar á vogarskálarnar. Síðustu mánuðir hafa sýnt okkur svo ekki verðir um villst hvernig samstaða um breytta hegðun getur skipt sköpum. Með því að nýta samtakamáttinn sem býr í íslensku þjóðinni og setja stefnuna á sjálfbærni munum við auka lífsgæði allra, ekki síst barnanna okkar sem eiga allt undir því að við stöndum okkur vel. Ég legg til að við höfum þetta á bakvið eyrað nú þegar við höldum inn í nýja og bjartari tíma.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir samstöðuna, dugnaðinn og úthaldið á árinu sem nú er að líða. 

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...