Betri ákvarðanataka með auknu samráði

Píratar hafa allt frá stofnun verið óþreytandi við eflingu lýðræðis og þátttöku almennings í ákvarðanatöku. Skiptir þar engu hvort um sé að ræða kröfu Pírata á Alþingi um upptöku nýrrar stjórnarskrár, eflingu lýðræðislegrar ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi eða innra skipulag hreyfingarinnar. Alltaf ættu þeir sem ákvörðunin hefur áhrif á hafa eitthvað um hana að segja.

Á haustmánuðum lögðu fulltrúar Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar fram tillögu um að stofna stýrihóp kjörinna fulltrúa og starfsfólks sem hefði það hlutverk að móta meginreglur um íbúasamráð. Tillagan fellur mjög vel að stefnu bæjarstjórnar Kópavogs, en þar segir meðal annars:

Grunnreglur bæjarfélagsins eru skýrar og miða að því að allir hafi tækifæri til áhrifa. Kópavogur er samfélag sem byggir á lýðræðislegum ákvörðunum þar sem íbúarnir hafa áhrif á eigin mál. Við töku ákvarðana skal haft hugfast að valdið kemur fram frá íbúum bæjarins og þeir sem fara með það hverju sinni gera það aðeins í umboði íbúa.

Kópavogsbær hefur sannarlega stigið skref í átt að auknu lýðræði, til dæmis með verkefninu Okkar Kópavogur, auknu samráði við íbúa við skipulagningu nýrrar byggðar, að tillögu okkar Pírata, BF Viðreisnar og Samfylkingar, og nú nýlegast með verkefni um þátttöku grunnskólabarna í starfi bæjarins í tengslum við innleiðingu barnasáttmálans.

Á síðasta fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð tillögu okkar um að hefja vinnu við að betrumbæta íbúasamráð í Kópavogi. Allir bæjarfulltrúar munu koma að þeirri vinnu, ásamt verkefnastjóra íbúatengsla hjá bænum. 

Lýðræði er ekki sjálfsagt og höggið er að því ýmsum áttum. En með þessu stígum við mikilvægt skref í rétta átt hér í Kópavogi. Baráttunni er hvergi nærri lokið, en við skulum fagna áfangasigrum og halda svo ótrauð áfram að auknu lýðræði.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi

Upprunaleg birtingKópavogspósturinn

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...