Píratar XP

Nýja íslenska nýlendustefnan

Við lifum á skemmtilegum tíma í mannkynssögunni. Gamaldags nýlendustefna og arðrán auðlinda af fátækari ríkjum heims er að líða undir lok.

Vissulega eru enn þjóðir með tök á auðlindum annarra landa en sem betur fer er mannkynið farið að átta sig á því að það er ekki siðferðislega rétt að stela auð úr löndum sem hafa ekki burðina eða tæknina til þess að nýta auðlindirnar.

Það sem hefur farið fram hjá okkur er að arðránið, það sem við skilgreinum sem nýlendustefnu, hefur aðeins færst frá því að vera stunduð af gömlu heimsveldunum og stórfyrirtæki hafa tekið við.

Hér á Íslandi er þetta bersýnilegt en virðist þó oft fara fram hjá mörgum. Við horfum á innviði okkar samfélags drabbast niður; velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, jafnvel vegakerfið að einhverju leyti og svo margt annað.

En hvað veldur þessu? Jú, nýlendustefna nútímans.

Sjávarútvegsfyrirtækin hafa komist upp með það að sjúga fjármagn úr íslensku hagkerfi með því að taka hagnaðinn út með erlendum sölufyrirtækjum í þeirra eigu.

Þetta fjármagn hefur svo verið fært aftur til Íslands í gegnum alls konar krókaleiðir og notað til þess að kaupa upp fyrirtæki í öðrum rekstri á hagstæðum kjörum. Sjávarútvegsfyrirtækin – og það sem ég flokka sem ekkert annað en fyrirtækjanýlendustefna þeirra – eru að sjúga fjármagn út úr hagkerfinu okkar og ekkert hefur verið gert til þess að stoppa það.

Okkur er sagt að kapítalismi sé góður og samkeppni sé af hinu góða en á Íslandi er samþjöppun, einsleitni og verðsamráð ríkjandi ástand.

Ég spyr því: „Hver er munurinn á því að hér komi erlent ríki og hertaki okkar auðlindir til þess að hagnast á þeim og að stórfyrirtæki, sem að stunda ekki samkeppni heldur samráð, stundi hvers kyns undanbrögð á kostnað samfélagsins okkar?“ Í mínum augum er munurinn enginn, við höfum leyft þessum innrásarher að hertaka okkar auðlindir, og svar okkar almennings við þessari árás er ný stjórnarskrá og róttækar breytingar í sjávarútvegi.

Kæri kjósandi, þegar þú ferð inn í kjörklefann og setur x við listabókstaf, ekki bregðast samlöndum þínum.

Ekki setja x við þá flokka sem að eru flæktir í þessa nýlendustefnu og vilja viðhalda henni. Settu x við þá flokka sem frelsa okkur úr ánauð nýlendustefnunnar með því að festa nýja stjórnarskrá í sessi. Flokka eins og Pírata. Nú er tækifærið, við skulum ekki bregðast okkur.

Þórólfur Júlían Dagsson skipaði 10. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi 2021.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X