Heimsmarkmiðin og Reykjanesbær

Gott er að sjá að það sé verið að horfa til framtíðar varðandi heimsmarkmið S.Þ. í Reykjanesbæ. Þar stendur upp úr mikil áhersla á börnin og vellíðan þeirra. Einkennisorð skýrslu sem er í kynningu hljóma vel: framsækni, virðing og eldmóður. Fjölmargir opinberir aðilar hafa tileinkað sér gildi sem þessi þar sem ‘framsækni og ‘virðing’ koma oft fyrir, en þá ásamt gildunum: ábyrgð, fagmennska, heiðarleiki, jákvæðni, umhyggja, velferð eða þjónusta í stað eldmóðs. Vonandi þýðir eldmóðurinn þó ekki kapp án forsjár.

Nú bankar umhverfisvá á dyr samfélags okkar í formi skítugrar stóriðju í jaðri íbúabyggðarinnar og bæjarbúa vantar ekki plagg með hvítþveginni framtíðarsýn þar sem ekki er tekið á væntanlegum afleiðingum stóriðju mengunarskrímslisins, sem vill hreiðra um sig í bænum. Skrímslið eru þeir fjárfestar sem ætla sér að reisa hér tvær kísilverksmiðjur sem menga bæinn okkar og munu gera hann að sérstaklega óvistvænu samfélagi.

Fremstur fer þar Arion banki sem á Stakksberg sem á kísilversbygginguna í Helguvík og er alveg sama um okkar Vistvænu Samfélags stefnu. Þeirra eina markmið er að koma kolabrennslunni í gang og síðan að finna nýjan utanaðkomandi kaupanda og fá með góðu eða illu eins mikla peninga og þeir geta fyrir góssið.

Við nánari skoðun sýnist manni vanta raunverulega framsækni í liðnum „vistvænt samfélag“ í framtíðarsýn bæjarstjórnar. Það er ekki í anda Heimsmarkmiðanna að stofna heilsu íbúa í hættu með loftmengun og gera Reykjanesbæ að einum helsta loftslagssóða landsins. En auðvitað þarf bæjarstjórnin að bæta því við að hér verði ekki samþykkt aðal- og deiliskipulag þar sem boðið verður upp á mengað umhverfi, hvorki loft né vatn.

Það á ekki að hræðast hótanir fjárfesta um lögsóknir, málaferli eða refsingar þó bæjarfélagið uppfæri stefnur sínar og hafni mengandi verksmiðjum í Helguvík. Þvert á móti á að nota hvert tækifæri sem gefst til að ítreka stefnu Reykjanesbæjar um vistvænt samfélag og þá staðreynd að bæjarfélagið skuldar fjárfestunum ekki neitt.

Fjárfestarnir hafa frá upphafi hagrætt sannleikanum í umhverfismati og hundsað deiliskipulag bæjarfélagsins, auk þess að vera með fagurgala um lítil áhrif væntanlegrar kolabrennslu og loftmengunar á bæjarbúa. Starfsemi kísilvera í Helguvík er samt gjörsamlega ósamrýmanleg við öll áform um Vistvænt Samfélag við mörk Reykjanesbæjar.

Framsækin framtíðarsýn og heimsmarkmið hljóta að setja heilsu íbúa og loftslagsmálin í forgang, bæði undir liðnum vellíðan íbúa og vistvænt samfélag þar sem öll áform um íþróttir og útisvæði hljóta að byggja á því að íbúar geti um ókomin ár andað að sér ómenguðu andrúmslofti og búi þannig í raunverulega vistvænu samfélag.

Albert Svan Sigurðsson,
umhverfislandfræðingur og formaður Pírata í Reykjanesbæ

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...