Píratar XP

Stjórarnir leggja kosningalínur fyrir haustið

Fram til sigurs!

Leiðin að kosningasigri var vörðuð á fyrsta fundi nýrra verkefnastjóra Pírata í Tortuga í dag.

Píratar auglýstu eftir öflugu fólki til að fylla stöður þriggja verkefnastjóra, sem hafa það verkefni að halda utan um kosningabaráttuna í haust. Verkefnastjórarnir munu þannig sjá til þess að Píratar uppskeri ríkulega í landsbyggðarkjördæmunum þremur: Suður, Norðvestur og Norðaustur.

Fleiri tugir umsækjenda sóttust eftir verkefnastjórastöðunum og að loknum ítarlegum viðtölum urðu þrjú fyrir valinu:

Atli Rafn Viðarsson,
Helgi Þorsteinsson Silva og
Katla Hólm Þórhildardóttir.

Sem fyrr segir var fyrsti fundur verkefnastjórana í Tortuga í dag. Myndin hér að ofan var tekin af því tilefni, en þar sem Katla Hólm er búsett á Írlandi var henni varpað upp á skjá í þetta skiptið.

Þau Atli, Helgi og Katla koma með margvíslega reynslu og þekkingu að borðinu sem mun nýtast vel í baráttunni framundan. Píratar óska þeim til hamingju með nýja starfið og hlakka til að vinna með þeim að sigrum haustsins.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X