Spjallfundir Ungra Pírata: Nýja stjórnarskráin

Gunnhildur Fríða frambjóðandi Pírata verður sérstakur gestur.

Hvar er nýja stjórnarskráin og hvers vegna ætti ungt fólk að leita að henni?

Þetta er meðal þess sem Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, frambjóðandi Pírata í Reykjavík, og Þorvaldur Gylfason, meðlimur Stjórnlagaráðs, munu velta fyrir sér á opnum spjallfundi Ungra Pírata. Fundurinn fer fram þriðjudag, 18. maí, milli klukkan 19 og 20:30. Hann er sá fyrsti í fundaröð Ungra Pírata (UP) fyrir alþingiskosningarnar í haust, þar sem UP munu varpa ljósi á það sem brennur á ungu fólki og hvernig það getur látið að sér kveða í baráttunni.

Á fundinum á morgun munu Gunnhildur og Þorvaldur ræða nýju stjórnarskrána, niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og hvers vegna það er svo mikilvægt að Alþingi virði vilja þjóðarinnar – eins og Píratar hafa krafist frá stofnun flokksins. Þá munu þau leggja sérstaka áherslu á það hvernig ungt fólk getur látið að sér kveða í umræðunni. Hvernig atkívismi getur haldið málinu á lofti og þannig gert nýju stjórnarskrána að kosningamáli í haust.

Fundurinn fer fram á netinu og er öllum boðið. Fundargestir geta tekið þátt í umræðunum á Piratar.tv en fundinum verður þar að auki streymt á Facebook. Formaður Ungra Pírata, Huginn Þór, stýrir umræðunum og sér til þess að allt fari friðsamlega fram.

Nánari upplýsingar um „Spjallfund Ungra Pírata: Nýja stjórnarskráin og unga fólkið“ má nálgast hér og á Piratar.tv.

Uppfært: Hægt er að horfa á streymið hér. piratar.is/ungir-piratar/nyja-stjornarskrain-og-ungt-folk/

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði...