Píratar XP

Skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og gestgjafahlutverk Pírata

Stjórn Pírata í Suðurkjördæmi fagnar umræðu og ólíkum sjónarmiðum.

Stjórn Pírata í Suðurkjördæmi fer þess á leit við framkvæmdastjórn Pírata í samráði við ritstjórn Pírataspjallsins að hún bregðist við áhyggjum sem birst hafa undanfarið, nú síðast í aðsendri grein á vinsælum fréttavef og lúta að ósamræmi í ritstjórn Pírataspjallsins á Facebook. Það er okkur Pírötum eðlislægt að taka gagnrýni fagnandi, bregðast við ábendingum og vera tilbúin til að endurskoða ákvarðanir. 

Meðal þess sem fram kemur í fyrrnefndri grein eru áhyggjur höfundar af ritstjórn Pírataspjallsins. Þar kemur ennfremur fram að hún markist af þöggunartilburðum gagnvart tilteknum skoðunum og einstaklingum, nýlegar reglur þvælist fyrir stjórnendum og umkvörtunum sé ekki svarað.

Pírataspjallið samanstendur af u.þ.b. 12.000 einstaklingum úr ólíkum áttum með ólíkar skoðanir og er vettvangur til rökræðna og skoðanaskipta fyrir alla. Það er augljóst að í samkvæmi með tólf þúsund gestum slettist af og til upp á vinskapinn. Ritstjórn Pírataspjallsins snýst einmitt um gestgjafahlutverkið, að tryggja að öllum gestunum líði vel í samkvæminu. Það eru reglur sem gilda í samkvæminu.Gestgjafar í gegnum tíðina hafa gert mistök. Við eigum eftir að gera mistök í framtíðinni. Við erum öll mannleg.

Það er mikilvægt að sjónarmið sem flestra heyrist á svo stórum vettvangi, að fólk upplifi að rödd þess fái að heyrast, svo lengi sem orðræða þess getur talist innan málefnalegra marka. Aðeins þannig getum við stuðlað að opnum skoðanaskiptum og heilbrigðri umræðu sem við Píratar teljum hornstein félagsins og lýðræðis.

Að lokum vill stjórn Pírata í Suðurkjördæmi koma á framfæri einlægu þakklæti til þeirra sjálfboðaliða sem hafa tekið að sér hið vandasama verk að sér að stjórna þessum stóra og stormasama umræðuvettvangi okkur öllum til heilla.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X