Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi því að hún snerti venjulegt fólk ekki neitt. Við erum einfaldlega á allt öðru máli – spilling snertir venjulegt fólk gríðarmikið. 

Ísland er lítið samfélag og því fylgja ýmsar áskoranir. Þegar allir þekkja alla er mikil hætta á frændhygli, hagsmunaárekstrum og greiðasemi sem er mikilvægt að girða fyrir. Spilling kostar samfélagið nefnilega háar fjárhæðir á hverju ári. Þegar bæjarstjóri verslar aftur og aftur við fyrirtæki vina sinna, en passar að versla alltaf lítið í einu þannig að þurfi ekki að bjóða viðskiptin út, þá tapa bæjarbúar. Þegar fyrirtæki stunda samráð, svo þau geti haldið uppi verðinu á vörunum sínum og grætt meira, þá tapa neytendur. Þegar stjórnmálamenn grafa undan eftirliti með peningaþvætti og skattaundanskotum, því þeir hafa sjálfir verið flæktir í slíka vafninga, þá tapar samfélagið allt.    

Spilling leiðir til þess að almannagæði eru færð úr sameiginlegum sjóðum í vasa hinna fáu. Fyrir vikið þýðir það að allir aðrir þurfa að borga hærri skatta. Spillingarmál eru nefnilega ekki bara sanngirnismál – heldur jafnframt gegnheil efnahagsmál. Spilling hækkar skattana þína, þó það sé ekki tilgreint á launaseðlinum þínum.

Skattalækkun sem þú sérð

Við Píratar viljum aðra nálgun í skattamálum. Þar sem tekið er á ósýnilega spillingarskattinum af festu og byrðarnar fluttar á þau sem ráða við þær. Skattkerfi sem er stigvaxandi og grænt, þannig að við hlífum tekjulágum og verðlaunum það sem er umhverfisvænt. Það er sanngjarnt, skynsamlegt og framsýnt – og við meinum það sem við segjum.

Þess vegna ætlum við að hækka persónuafsláttinn og lækka þannig skatta á alla undir þingmannalaunum. Þess vegna erum við með bestu umhverfisstefnuna samkvæmt Ungum umhverfissinnum. Þess vegna skorum við best í úttekt Landssambands eldri borgara. Þess vegna höfum við barist gegn spillingu frá stofnun flokksins og náð árangri, eins og afhjúpun okkar á aksturspeningum þingmanna sannaði.

Ef við viljum stjórnsýslu og hagkerfi sem virkar fyrir okkur öll, ef við viljum sanngjarnara skattkerfi og ef við viljum segja skilið við samsull stjórnmála og hagsmunaafla þá tökum við á spillingu. Þess vegna boða Píratar aðgerðir – ekkert kjaftæði – og þess vegna munum við aldrei farið í stjórnarsamstarf með flokkum sem taka þátt í samsullinu.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...

Geð­heil­brigðis­bylting – níu að­gerðir

Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð...