Píratar XP

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi því að hún snerti venjulegt fólk ekki neitt. Við erum einfaldlega á allt öðru máli – spilling snertir venjulegt fólk gríðarmikið. 

Ísland er lítið samfélag og því fylgja ýmsar áskoranir. Þegar allir þekkja alla er mikil hætta á frændhygli, hagsmunaárekstrum og greiðasemi sem er mikilvægt að girða fyrir. Spilling kostar samfélagið nefnilega háar fjárhæðir á hverju ári. Þegar bæjarstjóri verslar aftur og aftur við fyrirtæki vina sinna, en passar að versla alltaf lítið í einu þannig að þurfi ekki að bjóða viðskiptin út, þá tapa bæjarbúar. Þegar fyrirtæki stunda samráð, svo þau geti haldið uppi verðinu á vörunum sínum og grætt meira, þá tapa neytendur. Þegar stjórnmálamenn grafa undan eftirliti með peningaþvætti og skattaundanskotum, því þeir hafa sjálfir verið flæktir í slíka vafninga, þá tapar samfélagið allt.    

Spilling leiðir til þess að almannagæði eru færð úr sameiginlegum sjóðum í vasa hinna fáu. Fyrir vikið þýðir það að allir aðrir þurfa að borga hærri skatta. Spillingarmál eru nefnilega ekki bara sanngirnismál – heldur jafnframt gegnheil efnahagsmál. Spilling hækkar skattana þína, þó það sé ekki tilgreint á launaseðlinum þínum.

Skattalækkun sem þú sérð

Við Píratar viljum aðra nálgun í skattamálum. Þar sem tekið er á ósýnilega spillingarskattinum af festu og byrðarnar fluttar á þau sem ráða við þær. Skattkerfi sem er stigvaxandi og grænt, þannig að við hlífum tekjulágum og verðlaunum það sem er umhverfisvænt. Það er sanngjarnt, skynsamlegt og framsýnt – og við meinum það sem við segjum.

Þess vegna ætlum við að hækka persónuafsláttinn og lækka þannig skatta á alla undir þingmannalaunum. Þess vegna erum við með bestu umhverfisstefnuna samkvæmt Ungum umhverfissinnum. Þess vegna skorum við best í úttekt Landssambands eldri borgara. Þess vegna höfum við barist gegn spillingu frá stofnun flokksins og náð árangri, eins og afhjúpun okkar á aksturspeningum þingmanna sannaði.

Ef við viljum stjórnsýslu og hagkerfi sem virkar fyrir okkur öll, ef við viljum sanngjarnara skattkerfi og ef við viljum segja skilið við samsull stjórnmála og hagsmunaafla þá tökum við á spillingu. Þess vegna boða Píratar aðgerðir – ekkert kjaftæði – og þess vegna munum við aldrei farið í stjórnarsamstarf með flokkum sem taka þátt í samsullinu.

SKRIFA ATHUGASEMD

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti. Daglegu lífi hefur verið snúið...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...
X
X
X