Píratar XP

Síðdegisspjall: Sérfræðingar ræða um málefni hælisleitenda

Sérfræðingar Pírata í málefnum útlendinga eru gestir síðdegisspjallsins.

Gísli Rafn Ólafsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi, stýrir Síðdegisspjalli í Suðvestur í þessari viku. Þar verður ástandið í málefnum hælisleitenda á Íslandi til umfjöllunar. Spjallið hefst klukkan 17 og má horfa á það í beinni útsendingu með því að smella hér.

Gestir Gísla í dag eru tveir frambjóðendur Pírata sem eiga það sameiginlegt að hafa mikla þekkingu og reynslu á þessu sviði. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, sem skipar 2. sæti Pírata í Reykjavík suður, og Magnús Davíð Nordahl, oddviti Pírata í Norvesturkjördæmi, hafa bæði starfað sem lögmenn hælisleitenda og þekkja brotalamir kerfisins því út og inn.

Sem fyrr segir hefst útsendingin klukkan 17. Áhorfendur geta sent þeim Gísla, Arndísi og Magnúsi spurningar á piratar.tv en nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

Sýnum sam­stöðu fyrir bæinn okkar!

Þá eru kosningar afstaðnar, við Píratar og óháðir þökkum þeim sem studdu okkur kærlega...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár...

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði,...

Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37%...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má...
X
X
X