Reykjavíkurmódelið

Alexandra Briem skrifar um raunverulegan, réttlátan og framsýnan valkost.

Ég varð hissa um helgina þegar ó­nefndur stjórn­mála­maður talaði um í Silfrinu að „hinn val­kosturinn“ við á­fram­haldandi sam­starf nú­verandi ríkis­stjórnar væri „Reykja­víkur­módelið“. Ég er nefni­lega sam­mála því, en yfir­leitt erum við tvö ekki sam­mála um nokkurn hlut. Stóra gjáin í ís­lenskum stjórn­málum er nefni­lega ekki endi­lega milli hægri og vinstri, heldur milli í­halds og frjáls­lyndis. Sam­starf frjáls­lyndisaflanna hefur gengið vonum framar í Reykja­vík og getur ein­mitt verið góð fyrir­mynd að val­kosti á lands­vísu.

Píratar, Sam­fylking, Við­reisn og VG geta vel unnið saman. Við höfum sýnt fram á að við erum fær um að sam­einast um stóru málin. Um grænt og fram­sýnt vel­ferðar­sam­fé­lag rétt­lætis og tæki­færa. Við höfum náð saman um lofts­lags­mál, lýð­ræðis­mál, skipu­lags­mál og góða gagn­sæja stjórn­sýslu. Í þeim málum þar sem lengra er á milli höfum við jafn­framt stað­fest að við erum fær um mála­miðlanir og gagn­kvæmt traust.

Við höfum sannað að við erum fær um að taka erfiðar en nauð­syn­legar á­kvarðanir í erfiðu ár­ferði og að við förum af á­byrgð með al­manna­fé. Ríkis­stjórn sem byggðist á Reykja­víkur­módelinu myndi standa traust gegn spillingu og sér­hags­muna­gæslu. Hún myndi styrkja eftir­lits­stofnanir og laga­um­hverfi. Öfugt við það sem þessi þing­maður virtist vera að gefa í skyn, þá er Reykja­víkur­módelið ekki eitt­hvað til að óttast. Þvert á móti er frjáls­lynd stjórn sem byggist á heilindum og al­manna­hags­munum, and­stöðu við spillingu og sér­hags­muna­gæslu ein­mitt það sem Ís­land þarfnast helst um þessar mundir. Hún væri stjórn sem Ís­lendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir.

Sá tími að full­trúar aftur­halds geti ýft upp ótta við allar breytingar til að verja hags­muni af­markaðra hópa er liðinn. Ís­lendingar vita að nú er kominn tími til breytinga, að við getum ekki lengur unað við ó­breytt á­stand þar sem auð­lindir al­mennings eru af­hentar af­mörkuðum hópum gegn mála­mynda­gjaldi, sem nota svo á­góðann til að halda uppi á­róðri og per­sónu­á­rásum til að tryggja á­fram­haldandi yfir­ráð. Vilji fólk raun­veru­legar, rétt­látar og fram­sýnar breytingar er enginn kostur betri en ein­mitt Reykja­víkur­módelið.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...