Píratar XP

Reykjavíkurmódelið

Alexandra Briem skrifar um raunverulegan, réttlátan og framsýnan valkost.

Ég varð hissa um helgina þegar ó­nefndur stjórn­mála­maður talaði um í Silfrinu að „hinn val­kosturinn“ við á­fram­haldandi sam­starf nú­verandi ríkis­stjórnar væri „Reykja­víkur­módelið“. Ég er nefni­lega sam­mála því, en yfir­leitt erum við tvö ekki sam­mála um nokkurn hlut. Stóra gjáin í ís­lenskum stjórn­málum er nefni­lega ekki endi­lega milli hægri og vinstri, heldur milli í­halds og frjáls­lyndis. Sam­starf frjáls­lyndisaflanna hefur gengið vonum framar í Reykja­vík og getur ein­mitt verið góð fyrir­mynd að val­kosti á lands­vísu.

Píratar, Sam­fylking, Við­reisn og VG geta vel unnið saman. Við höfum sýnt fram á að við erum fær um að sam­einast um stóru málin. Um grænt og fram­sýnt vel­ferðar­sam­fé­lag rétt­lætis og tæki­færa. Við höfum náð saman um lofts­lags­mál, lýð­ræðis­mál, skipu­lags­mál og góða gagn­sæja stjórn­sýslu. Í þeim málum þar sem lengra er á milli höfum við jafn­framt stað­fest að við erum fær um mála­miðlanir og gagn­kvæmt traust.

Við höfum sannað að við erum fær um að taka erfiðar en nauð­syn­legar á­kvarðanir í erfiðu ár­ferði og að við förum af á­byrgð með al­manna­fé. Ríkis­stjórn sem byggðist á Reykja­víkur­módelinu myndi standa traust gegn spillingu og sér­hags­muna­gæslu. Hún myndi styrkja eftir­lits­stofnanir og laga­um­hverfi. Öfugt við það sem þessi þing­maður virtist vera að gefa í skyn, þá er Reykja­víkur­módelið ekki eitt­hvað til að óttast. Þvert á móti er frjáls­lynd stjórn sem byggist á heilindum og al­manna­hags­munum, and­stöðu við spillingu og sér­hags­muna­gæslu ein­mitt það sem Ís­land þarfnast helst um þessar mundir. Hún væri stjórn sem Ís­lendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir.

Sá tími að full­trúar aftur­halds geti ýft upp ótta við allar breytingar til að verja hags­muni af­markaðra hópa er liðinn. Ís­lendingar vita að nú er kominn tími til breytinga, að við getum ekki lengur unað við ó­breytt á­stand þar sem auð­lindir al­mennings eru af­hentar af­mörkuðum hópum gegn mála­mynda­gjaldi, sem nota svo á­góðann til að halda uppi á­róðri og per­sónu­á­rásum til að tryggja á­fram­haldandi yfir­ráð. Vilji fólk raun­veru­legar, rétt­látar og fram­sýnar breytingar er enginn kostur betri en ein­mitt Reykja­víkur­módelið.

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X