Píratar XP

Reykjavíkurmódelið

Alexandra Briem skrifar um raunverulegan, réttlátan og framsýnan valkost.

Ég varð hissa um helgina þegar ó­nefndur stjórn­mála­maður talaði um í Silfrinu að „hinn val­kosturinn“ við á­fram­haldandi sam­starf nú­verandi ríkis­stjórnar væri „Reykja­víkur­módelið“. Ég er nefni­lega sam­mála því, en yfir­leitt erum við tvö ekki sam­mála um nokkurn hlut. Stóra gjáin í ís­lenskum stjórn­málum er nefni­lega ekki endi­lega milli hægri og vinstri, heldur milli í­halds og frjáls­lyndis. Sam­starf frjáls­lyndisaflanna hefur gengið vonum framar í Reykja­vík og getur ein­mitt verið góð fyrir­mynd að val­kosti á lands­vísu.

Píratar, Sam­fylking, Við­reisn og VG geta vel unnið saman. Við höfum sýnt fram á að við erum fær um að sam­einast um stóru málin. Um grænt og fram­sýnt vel­ferðar­sam­fé­lag rétt­lætis og tæki­færa. Við höfum náð saman um lofts­lags­mál, lýð­ræðis­mál, skipu­lags­mál og góða gagn­sæja stjórn­sýslu. Í þeim málum þar sem lengra er á milli höfum við jafn­framt stað­fest að við erum fær um mála­miðlanir og gagn­kvæmt traust.

Við höfum sannað að við erum fær um að taka erfiðar en nauð­syn­legar á­kvarðanir í erfiðu ár­ferði og að við förum af á­byrgð með al­manna­fé. Ríkis­stjórn sem byggðist á Reykja­víkur­módelinu myndi standa traust gegn spillingu og sér­hags­muna­gæslu. Hún myndi styrkja eftir­lits­stofnanir og laga­um­hverfi. Öfugt við það sem þessi þing­maður virtist vera að gefa í skyn, þá er Reykja­víkur­módelið ekki eitt­hvað til að óttast. Þvert á móti er frjáls­lynd stjórn sem byggist á heilindum og al­manna­hags­munum, and­stöðu við spillingu og sér­hags­muna­gæslu ein­mitt það sem Ís­land þarfnast helst um þessar mundir. Hún væri stjórn sem Ís­lendingar þyrftu ekki að skammast sín fyrir.

Sá tími að full­trúar aftur­halds geti ýft upp ótta við allar breytingar til að verja hags­muni af­markaðra hópa er liðinn. Ís­lendingar vita að nú er kominn tími til breytinga, að við getum ekki lengur unað við ó­breytt á­stand þar sem auð­lindir al­mennings eru af­hentar af­mörkuðum hópum gegn mála­mynda­gjaldi, sem nota svo á­góðann til að halda uppi á­róðri og per­sónu­á­rásum til að tryggja á­fram­haldandi yfir­ráð. Vilji fólk raun­veru­legar, rétt­látar og fram­sýnar breytingar er enginn kostur betri en ein­mitt Reykja­víkur­módelið.

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti....

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það...
X
X
X