Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Dóra Björt er formaður Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Dóra Björt er fædd í Reykjavík á kvenréttindadaginn 19. júní 1988.

Yfir­völd bera á­byrgðina

Lofts­lags­vandinn sprettur upp úr á­kvarðana­töku hins opin­bera. Styrkjum, fjár­festingum, skipu­lagi sam­fé­lagsins. Stjórn­völd bera stærstu á­byrgðina þó fram­lag ein­stak­linga geti haft mikil á­hrif. Það er ekki bara hvað yfir­völd á­kveða að gera sem skiptir máli heldur líka hvað þau á­kveða að gera ekki. Þegar tekin var á­kvörðun um að gera Reykja­vík að bíla­borg var í raun sam­hliða tekin á­kvörðun um að byggja ekki upp öflugar al­mennings­sam­göngur. Lofts­lags­vandinn sprettur upp úr á­kvarðana­töku hins opin­bera en það geta lausnir líka gert. Á fundi borgar­stjórnar á þriðju­dag var ný lofts­lags­á­ætlun Reykja­víkur­borgar kynnt.

Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp mal­biki og draga úr um­fangi ak­reina, að al­mennings­sam­göngur verði lausar við jarð­efna­elds­neyti 2025, að fjár­munir sem fara í vega­sam­göngur verði jafnaðir með fjár­munum fyrir inn­viði fyrir gangandi og hjólandi, að ný hverfi verði um­hverfis­vottuð, að rækta stóra lofts­lags­skóga, að endur­heimta um 60% af vot­lendi fyrir árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta hvernig við getum styrkt stjórn­sýslu borgarinnar í lofts­lags­bar­áttunni með til­liti til á­byrgðar og fram­fylgd verk­efna. Þetta eru örfá dæmi.

Lofts­lags­vandinn er ekki til­viljunum háður. Hann var skapaður, með­vitað og ó­með­vitað. Hér er lofts­lags­á­ætlun sem snýst ein­mitt um að taka með­vitaða á­kvörðun um að koma okkur á réttan kjöl. Um meiri náttúru og minna mal­bik. Meiri borg fyrir fólk. Við ætlum ekki að sitja og bíða og vona að að­gerðirnar hitti í mark heldur mæla árangurinn ár­lega til þess að geta brugðist við ef á­standið sýnir að gefa þurfi í. Við setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endur­skoðum.

Verk­efnið er það flókið að við verðum að leysa það í sam­einingu með ný­sköpun og sam­vinnu. Í þessari nýju lofts­lags­á­ætlun voru mark­miðin mótuð eftir út­reikningum sér­fræðinga og hlustað var á óskir al­mennings um auknar að­gerðir. Al­menningur var fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum til­lögum. Núna er það yfir­valda, okkar í borgar­stjórn, að fram­kvæma.

Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Greinar eftir sama höfund

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis...

Það ætti að vera frí í dag

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku...

Hin „galopnu landamæri“

Nýlega hefur verið til umfjöll­unar mál Momo Hayashi frá Jap­an, en hún...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og...

Hvað gera þingmenn?

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað...

Verkefni næstu ára

Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur...
X
X