Píratar XP

Dóra Björt Guðjónsdóttir
Oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur

Yfir­völd bera á­byrgðina

Lofts­lags­vandinn sprettur upp úr á­kvarðana­töku hins opin­bera. Styrkjum, fjár­festingum, skipu­lagi sam­fé­lagsins. Stjórn­völd bera stærstu á­byrgðina þó fram­lag ein­stak­linga geti haft mikil á­hrif. Það er ekki bara hvað yfir­völd á­kveða að gera sem skiptir máli heldur líka hvað þau á­kveða að gera ekki. Þegar tekin var á­kvörðun um að gera Reykja­vík að bíla­borg var í raun sam­hliða tekin á­kvörðun um að byggja ekki upp öflugar al­mennings­sam­göngur. Lofts­lags­vandinn sprettur upp úr á­kvarðana­töku hins opin­bera en það geta lausnir líka gert. Á fundi borgar­stjórnar á þriðju­dag var ný lofts­lags­á­ætlun Reykja­víkur­borgar kynnt.

Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp mal­biki og draga úr um­fangi ak­reina, að al­mennings­sam­göngur verði lausar við jarð­efna­elds­neyti 2025, að fjár­munir sem fara í vega­sam­göngur verði jafnaðir með fjár­munum fyrir inn­viði fyrir gangandi og hjólandi, að ný hverfi verði um­hverfis­vottuð, að rækta stóra lofts­lags­skóga, að endur­heimta um 60% af vot­lendi fyrir árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta hvernig við getum styrkt stjórn­sýslu borgarinnar í lofts­lags­bar­áttunni með til­liti til á­byrgðar og fram­fylgd verk­efna. Þetta eru örfá dæmi.

Lofts­lags­vandinn er ekki til­viljunum háður. Hann var skapaður, með­vitað og ó­með­vitað. Hér er lofts­lags­á­ætlun sem snýst ein­mitt um að taka með­vitaða á­kvörðun um að koma okkur á réttan kjöl. Um meiri náttúru og minna mal­bik. Meiri borg fyrir fólk. Við ætlum ekki að sitja og bíða og vona að að­gerðirnar hitti í mark heldur mæla árangurinn ár­lega til þess að geta brugðist við ef á­standið sýnir að gefa þurfi í. Við setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endur­skoðum.

Verk­efnið er það flókið að við verðum að leysa það í sam­einingu með ný­sköpun og sam­vinnu. Í þessari nýju lofts­lags­á­ætlun voru mark­miðin mótuð eftir út­reikningum sér­fræðinga og hlustað var á óskir al­mennings um auknar að­gerðir. Al­menningur var fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum til­lögum. Núna er það yfir­valda, okkar í borgar­stjórn, að fram­kvæma.

Höfundar eru borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

SKRIFA ATHUGASEMD

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti. Daglegu lífi hefur verið snúið...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...
X
X
X