Píratar XP

Björn Leví Gunnarssonhttps://github.com/bjornlevi
Björn Leví Gunnarsson (f. 1. júní 1976) var fyrst kjörin á Alþingi árið 2016. Hann situr á þingi fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður og gegnir stöðu fimmta varaforseta Alþingis.

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast samt velvirðingar á eilítið tæknilegri grein – en vonast til þess að ég geti útskýrt af hverju ég hneykslaðist all svakalega enn og aftur á því hvernig TR virðist mismuna fólki. Síðast voru það búsetuskerðingarnar, núna virðist það vera lífeyrissjóðsgreiðslur.

Ef ég fer í reiknivél TR fyrir ellilífeyri og slæ inn 400.000 krónur í atvinnutekjur þá segir reiknivélin að ég fái 576 þúsund krónur í tekjur samtals. Ef ég fæ hins vegar 400 þúsund krónur í greiðslu úr lífeyrissjóði þá gerist eitthvað stórfurðulegt og ég fæ einungis um 520 þúsund krónur. Einhvern vegin gufa upp rúmlega 50 þúsund krónur á mánuði ef ég fæ greiddar 400 þúsund krónur úr lífeyrissjóði í staðinn fyrir að fá sömu krónur í atvinnutekjur.

Ástæðan fyrir þessu er áhugaverð, en samkvæmt lögum um tekjuskatt teljast greiðslur úr lífeyrissjóðum vera tekjur. Samkvæmt lögum um almannatryggingar er hins vegar gerð undanþága frá því fyrir örorkulífeyri en ekki ellilífeyri. Sem sagt, ef ég er með örorkulífeyri þá eru lífeyrissjóðsgreiðslur ekki tekjur en ef ég er með ellilífeyri þá teljast lífeyrissjóðsgreiðslur vera tekjur eins og venjulega. Reiknivél TR segir mér hins vegar að það sé ekki farið með atvinnutekjur og lífeyrissjóðsgreiðslur á sama hátt. Þetta þýðir að 100 þúsund króna frítekjumarkið vegna atvinnu sem ellilífeyrisþegar hafa á mánuði virkar ekki fyrir tekjur úr lífeyrissjóði og heildartekjur ellilífeyrisþega skerðast – án þess að stoð sé fyrir því í lögum.

Hér ætla ég að gera risastóran fyrirvara við þessa niðurstöðu mína. Lög um almannatryggingar eru fáránlega flókin og kannski eru löglegar ástæður fyrir þessu faldar einhvers staðar annars staðar í lagatextanum, en miðað við minnisblað frá Tryggingastofnun sem ég fékk samhliða þessari ábendingu, þá sé ég ekki að vísað sé til annars hluta laganna – en þar stendur orðrétt: „Ekki verður því séð að tilefni sé til að jafna lífeyrissjóðstekjum við atvinnutekjur við túlkun á 1. mgr. 23. gr. ATL.“

Þetta er mjög skýrt í 16. gr. laganna og 23. gr. breytir engu hvað það varðar: „Þegar um er að ræða örorkulífeyri […] teljast ekki til tekna […] greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ekkert sambærilegt orðalag er að finna í málsgreininni: „Þegar um er að ræða ellilífeyri…“ Því virðist TR reikna lífeyrissjóðsgreiðslur til ellilífeyris eins og um örorkulífeyri sé að ræða og það virðist, miðað við lögin, vera rangt. Hversu miklum skerðingum ellilífeyrisþegar verða fyrir vegna þessa er óljóst en það gætu verið ansi háar fjárhæðir ef rétt reynist. 

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti....

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það...
X
X
X