Píratar XP

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast samt velvirðingar á eilítið tæknilegri grein – en vonast til þess að ég geti útskýrt af hverju ég hneykslaðist all svakalega enn og aftur á því hvernig TR virðist mismuna fólki. Síðast voru það búsetuskerðingarnar, núna virðist það vera lífeyrissjóðsgreiðslur.

Ef ég fer í reiknivél TR fyrir ellilífeyri og slæ inn 400.000 krónur í atvinnutekjur þá segir reiknivélin að ég fái 576 þúsund krónur í tekjur samtals. Ef ég fæ hins vegar 400 þúsund krónur í greiðslu úr lífeyrissjóði þá gerist eitthvað stórfurðulegt og ég fæ einungis um 520 þúsund krónur. Einhvern vegin gufa upp rúmlega 50 þúsund krónur á mánuði ef ég fæ greiddar 400 þúsund krónur úr lífeyrissjóði í staðinn fyrir að fá sömu krónur í atvinnutekjur.

Ástæðan fyrir þessu er áhugaverð, en samkvæmt lögum um tekjuskatt teljast greiðslur úr lífeyrissjóðum vera tekjur. Samkvæmt lögum um almannatryggingar er hins vegar gerð undanþága frá því fyrir örorkulífeyri en ekki ellilífeyri. Sem sagt, ef ég er með örorkulífeyri þá eru lífeyrissjóðsgreiðslur ekki tekjur en ef ég er með ellilífeyri þá teljast lífeyrissjóðsgreiðslur vera tekjur eins og venjulega. Reiknivél TR segir mér hins vegar að það sé ekki farið með atvinnutekjur og lífeyrissjóðsgreiðslur á sama hátt. Þetta þýðir að 100 þúsund króna frítekjumarkið vegna atvinnu sem ellilífeyrisþegar hafa á mánuði virkar ekki fyrir tekjur úr lífeyrissjóði og heildartekjur ellilífeyrisþega skerðast – án þess að stoð sé fyrir því í lögum.

Hér ætla ég að gera risastóran fyrirvara við þessa niðurstöðu mína. Lög um almannatryggingar eru fáránlega flókin og kannski eru löglegar ástæður fyrir þessu faldar einhvers staðar annars staðar í lagatextanum, en miðað við minnisblað frá Tryggingastofnun sem ég fékk samhliða þessari ábendingu, þá sé ég ekki að vísað sé til annars hluta laganna – en þar stendur orðrétt: „Ekki verður því séð að tilefni sé til að jafna lífeyrissjóðstekjum við atvinnutekjur við túlkun á 1. mgr. 23. gr. ATL.“

Þetta er mjög skýrt í 16. gr. laganna og 23. gr. breytir engu hvað það varðar: „Þegar um er að ræða örorkulífeyri […] teljast ekki til tekna […] greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ekkert sambærilegt orðalag er að finna í málsgreininni: „Þegar um er að ræða ellilífeyri…“ Því virðist TR reikna lífeyrissjóðsgreiðslur til ellilífeyris eins og um örorkulífeyri sé að ræða og það virðist, miðað við lögin, vera rangt. Hversu miklum skerðingum ellilífeyrisþegar verða fyrir vegna þessa er óljóst en það gætu verið ansi háar fjárhæðir ef rétt reynist. 

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X